Leyndi kaupendur ólöglegum framkvæmdum og þarf að greiða tíu milljónir í bætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 21:35 Húsið sem dómurinn sneri að er staðsett í Reykjavík. Nánari staðsetningu er ekki fyrir að fara. Vísir/Vilhelm Seljandi fasteignar í Reykjavík upplýsti kaupendur hússins ekki um að breytingar sem hann hafði ráðist í væru gerðar í óleyfi. Kaupendurnir stefndu seljandanum eftir að sáttafundir mistókust og kröfðust bóta vegna galla á húsinu og tapaðra leigutekna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á mánudag seljandann til að greiða kaupendunum rúmar tíu milljónir í bætur. Breytti einbýlishúsi í fjölbýlishús án leyfis Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem birtur var í dag, að húsið hafi verið boðið til sölu snemma árs 2017 og ásett verð tilgreint 79,8 milljónir króna. Eigninni var lýst sem „fallegu einbýlishúsi á tveimur hæðum“ í fasteignaauglýsingu. Efri hæðin væri 151,9 fermetrar en neðri hæðin 141 fermetri, þar sem væru tvær fullinnréttaðar íbúðir til útleigu. Til að koma þessari hagnýtingu við hafði seljandi gert tilteknar breytingar á húsinu. Árið 2013 breytti hann svo á ný, þannig að timburtröppur voru reistar upp með gaflvegg hússins og lét koma fyrir hurð í stað glugga sem þar var fyrir. Þar með var kominn sérinngangur fyrir íbúðina á efri hæðinni. Embætti byggingarfulltrúa Reykjavíkur gerði athugasemdir við þessar framkvæmdir síðar sama ár. Ekkert byggingarleyfi lægi fyrir til að breyta einbýlishúsi í fjölbýlishús með þessum hætti. Seljandinn svaraði erindinu á þá leið að hann hefði ekki talið þörf á að sækja um leyfi, auk þess sem tröppurnar væru aðeins til bráðabirgða. Tveimur árum síðar kannaði byggingarfulltrúi stöðuna aftur og skilgreindi framkvæmdirnar, sem stóðu óbreyttar, sem „óleyfisframkvæmdir“. Þess var svo krafist að seljandinn kæmi húsinu í fyrra horf ellegar gæti hann átt á hættu að vera beittur dagsektum. Könnuðust ekki við frásögnina Seljandinn fullyrti fyrir dómi að hann hefði sagt kaupendunum frá því þegar þau skoðuðu húsið að ekki lægi fyrir byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum. Kaupendur könnuðust hins vegar ekki við þá frásögn. Fasteignasalinn sem sá um söluna sagðist ekki hafa verið meðvitaður um að byggingarfulltrúi hefði krafist þess að húsið yrði fært í fyrra horf. Hann taldi að seljandi hefði tvímælalaust átt að upplýsa um þá kröfu. Kaupendurnir fengu húsið afhent í júní 2017 en héldu eftir lokagreiðslu upp á þrjár milljónir eftir að nágranni vakti athygli þeirra á því að Reykjavíkurborg hefði ítrekað gert athugasemdir vegna breytinganna. Ekki náðist samkomulag um lausn á málinu milli seljanda og kaupenda; þeir síðarnefndu höfnuðu boði seljandans um að skila eigninni og seljandinn hafnaði boði kaupendanna um að málinu yrði lokið með afslætti sem nam umræddri þriggja milljóna lokagreiðslu. Fullyrti að ekkert hefði verið dregið undan Kaupendur stefndu loks seljandanum og kröfðu hann um skaðabætur upp á um fimmtán milljónir króna. Vísuðu þau til þess að hann hefði hvorki upplýst þau um að breytingarnar á húsinu væru án tilskilinna leyfa né að koma þyrfti fasteigninni í fyrra horf með tilheyrandi kostnaði. Þá kröfðust kaupendur einnig skaðabóta vegna tapaðra leigutekna, þar sem aðeins væri unnt að leigja út aðra íbúðina á neðri hæðinni en ekki báðar. Seljandinn mótmælti kröfu um glataðar leigutekjur sem og því að fasteignin væri gölluð. Engum gæti dulist að inngangur á efri hæðina væri til bráðabirgða og kaupendur yrðu að bera hallann af því að framkvæma ekki nægilega skoðun. Hann hefði veitt þeim réttar upplýsingar og „ekkert dregið undan“. Þá krafði hann kaupendurna um áðurnefnda þriggja milljóna lokagreiðslu í gagnsök. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að seljandinn hefði átt að upplýsa kaupendur um kröfur byggingarfulltrúa og hótanir um dagsektir. Þá teldist fasteignin gölluð í skilningi laga um fasteignakaup enda hafi hún verið seld á þeim grundvelli að í henni væru tvær íbúðir á neðri hæð sem mætti hafa af leigutekjur. Dómurinn ákvað loks að kaupendum skyldu dæmdar tæpar 10,5 milljónir króna í skaðabætur, þar af um sjö milljónir til endurbóta og 6,5 milljónir vegna leigu, að frádregnum milljónunum þremur. Skylda kaupenda til greiðslu þeirra var óumdeild. Þá var seljandanum gert að gefa út afsal vegna fasteignarinnar og greiða kaupendunum 2,4 milljónir í málskostnað. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Breytti einbýlishúsi í fjölbýlishús án leyfis Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem birtur var í dag, að húsið hafi verið boðið til sölu snemma árs 2017 og ásett verð tilgreint 79,8 milljónir króna. Eigninni var lýst sem „fallegu einbýlishúsi á tveimur hæðum“ í fasteignaauglýsingu. Efri hæðin væri 151,9 fermetrar en neðri hæðin 141 fermetri, þar sem væru tvær fullinnréttaðar íbúðir til útleigu. Til að koma þessari hagnýtingu við hafði seljandi gert tilteknar breytingar á húsinu. Árið 2013 breytti hann svo á ný, þannig að timburtröppur voru reistar upp með gaflvegg hússins og lét koma fyrir hurð í stað glugga sem þar var fyrir. Þar með var kominn sérinngangur fyrir íbúðina á efri hæðinni. Embætti byggingarfulltrúa Reykjavíkur gerði athugasemdir við þessar framkvæmdir síðar sama ár. Ekkert byggingarleyfi lægi fyrir til að breyta einbýlishúsi í fjölbýlishús með þessum hætti. Seljandinn svaraði erindinu á þá leið að hann hefði ekki talið þörf á að sækja um leyfi, auk þess sem tröppurnar væru aðeins til bráðabirgða. Tveimur árum síðar kannaði byggingarfulltrúi stöðuna aftur og skilgreindi framkvæmdirnar, sem stóðu óbreyttar, sem „óleyfisframkvæmdir“. Þess var svo krafist að seljandinn kæmi húsinu í fyrra horf ellegar gæti hann átt á hættu að vera beittur dagsektum. Könnuðust ekki við frásögnina Seljandinn fullyrti fyrir dómi að hann hefði sagt kaupendunum frá því þegar þau skoðuðu húsið að ekki lægi fyrir byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum. Kaupendur könnuðust hins vegar ekki við þá frásögn. Fasteignasalinn sem sá um söluna sagðist ekki hafa verið meðvitaður um að byggingarfulltrúi hefði krafist þess að húsið yrði fært í fyrra horf. Hann taldi að seljandi hefði tvímælalaust átt að upplýsa um þá kröfu. Kaupendurnir fengu húsið afhent í júní 2017 en héldu eftir lokagreiðslu upp á þrjár milljónir eftir að nágranni vakti athygli þeirra á því að Reykjavíkurborg hefði ítrekað gert athugasemdir vegna breytinganna. Ekki náðist samkomulag um lausn á málinu milli seljanda og kaupenda; þeir síðarnefndu höfnuðu boði seljandans um að skila eigninni og seljandinn hafnaði boði kaupendanna um að málinu yrði lokið með afslætti sem nam umræddri þriggja milljóna lokagreiðslu. Fullyrti að ekkert hefði verið dregið undan Kaupendur stefndu loks seljandanum og kröfðu hann um skaðabætur upp á um fimmtán milljónir króna. Vísuðu þau til þess að hann hefði hvorki upplýst þau um að breytingarnar á húsinu væru án tilskilinna leyfa né að koma þyrfti fasteigninni í fyrra horf með tilheyrandi kostnaði. Þá kröfðust kaupendur einnig skaðabóta vegna tapaðra leigutekna, þar sem aðeins væri unnt að leigja út aðra íbúðina á neðri hæðinni en ekki báðar. Seljandinn mótmælti kröfu um glataðar leigutekjur sem og því að fasteignin væri gölluð. Engum gæti dulist að inngangur á efri hæðina væri til bráðabirgða og kaupendur yrðu að bera hallann af því að framkvæma ekki nægilega skoðun. Hann hefði veitt þeim réttar upplýsingar og „ekkert dregið undan“. Þá krafði hann kaupendurna um áðurnefnda þriggja milljóna lokagreiðslu í gagnsök. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að seljandinn hefði átt að upplýsa kaupendur um kröfur byggingarfulltrúa og hótanir um dagsektir. Þá teldist fasteignin gölluð í skilningi laga um fasteignakaup enda hafi hún verið seld á þeim grundvelli að í henni væru tvær íbúðir á neðri hæð sem mætti hafa af leigutekjur. Dómurinn ákvað loks að kaupendum skyldu dæmdar tæpar 10,5 milljónir króna í skaðabætur, þar af um sjö milljónir til endurbóta og 6,5 milljónir vegna leigu, að frádregnum milljónunum þremur. Skylda kaupenda til greiðslu þeirra var óumdeild. Þá var seljandanum gert að gefa út afsal vegna fasteignarinnar og greiða kaupendunum 2,4 milljónir í málskostnað.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira