Andrea Agnelli, forseti Juventus, hefur verið í stjórn ECA frá árinu 2012 og gegnt hlutverki formanns samtakanna um nokkurt skeið. Agnelli sagði eins og frægt er orðið starfi sínu lausu er Juventus tilkynnti heiminum að félagið væri eitt tólf liða sem ætlaði að stofna „ofurdeild Evrópu.“
NEW: Nasser Al-Khelaifi has now accepted ECA chairmanship. PSG President now more powerful than ever in European club circles. https://t.co/Hr5MPUPWAg
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) April 21, 2021
Sú hugmynd entist rétt í tvo daga en það er ljóst að Agnelli mun ekki gegna stöðu formanns á næstunni. Í gær tilkynnti ECA að Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, væri nýr formaður en félagið neitaði að ganga í „ofurdeildina.“
Al-Khelaifi er er einnig í stjórn UEFA sem og hann kemur að framkvæmdarnefnd FIFA fyrir HM 2022 í Katar.