Finnst nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar litlu skárra en ofurdeildin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 12:00 Ilkay Gündogan og félagar í Manchester City eiga möguleika á að vinna þrjá titla á tímabilinu. getty/Michael Steele Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, segir að nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu sé litlu skárra en ofurdeildin sem sex af stærstu félögum Evrópu ætluðu að stofna. Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar féllu í skuggann af fréttum um ofurdeildina þegar þær voru tilkynntar á mánudaginn. Breytingarnar eiga að taka gildi 2024. Í stuttu máli verður þátttökuliðum fjölgað um fjögur, úr 32 í 36, og leikið verður í einni deild en ekki átta riðlum eins og áður. Öll liðin leika tíu leiki og efstu átta liðin í deildinni komast í útsláttarkeppnina. Gündogan er ekki hrifinn af nýja fyrirkomulaginu, eða „svissneska kerfinu“ eins og það hefur verið kallað. Hann spyr sig hvort UEFA sé ekki umhugað um heilsu leikmanna. „Með allt ofurdeildarmálið í fullum í gangi getum við rætt aðeins um nýja fyrirkomulagið í Meistaradeildinni?“ skrifaði Gündogan á Twitter. „Fleiri og fleiri leikir, er enginn að hugsa um okkur leikmennina. Nýja fyrirkomulagið er bara illskárra en ofurdeildin.“ Gündogan bætti svo við að núverandi fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri frábært og það sé ástæðan fyrir því að þetta væri vinsælasta félagsliðakeppni heims, bæði hjá leikmönnum og aðdáendum. With all the Super League stuff going on... can we please also speak about the new Champions League format? More and more and more games, is no one thinking about us players?The new UCL format is just the lesser of the two evils in comparison to the Super League...— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 The UCL format right now works great and that is why it's the most popular club competition in the world - for us players and for the fans.— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 Gündogan og félagar í City mæta Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn. Á miðvikudaginn sækir liðið svo Paris Saint-Germain heim í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gündogan hefur spilað frábærlega í vetur og er markahæstur í liði City á tímabilinu með sextán mörk í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar féllu í skuggann af fréttum um ofurdeildina þegar þær voru tilkynntar á mánudaginn. Breytingarnar eiga að taka gildi 2024. Í stuttu máli verður þátttökuliðum fjölgað um fjögur, úr 32 í 36, og leikið verður í einni deild en ekki átta riðlum eins og áður. Öll liðin leika tíu leiki og efstu átta liðin í deildinni komast í útsláttarkeppnina. Gündogan er ekki hrifinn af nýja fyrirkomulaginu, eða „svissneska kerfinu“ eins og það hefur verið kallað. Hann spyr sig hvort UEFA sé ekki umhugað um heilsu leikmanna. „Með allt ofurdeildarmálið í fullum í gangi getum við rætt aðeins um nýja fyrirkomulagið í Meistaradeildinni?“ skrifaði Gündogan á Twitter. „Fleiri og fleiri leikir, er enginn að hugsa um okkur leikmennina. Nýja fyrirkomulagið er bara illskárra en ofurdeildin.“ Gündogan bætti svo við að núverandi fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri frábært og það sé ástæðan fyrir því að þetta væri vinsælasta félagsliðakeppni heims, bæði hjá leikmönnum og aðdáendum. With all the Super League stuff going on... can we please also speak about the new Champions League format? More and more and more games, is no one thinking about us players?The new UCL format is just the lesser of the two evils in comparison to the Super League...— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 The UCL format right now works great and that is why it's the most popular club competition in the world - for us players and for the fans.— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 Gündogan og félagar í City mæta Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn. Á miðvikudaginn sækir liðið svo Paris Saint-Germain heim í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gündogan hefur spilað frábærlega í vetur og er markahæstur í liði City á tímabilinu með sextán mörk í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00
Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30