Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila Helga Vala Helgadóttir skrifar 24. apríl 2021 12:01 Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Hjúkrunarheimili Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun