Segir plokkdaginn efla umhverfisvitund landsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. apríl 2021 12:23 Umhverfisráðherra, forseti Íslands og krakkar úr Laugardal hófu plokkdaginn mikla í morgun. Mummi Lú Stóri plokkdagurinn er í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Dagurinn er sérstaklega vinsæll hjá fjölskyldum. Einar Bárðarson, einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi, líkir plokkkdeginum við einn af vorboðunum. „Stóri plokkdagurinn er núna haldinn í fjórða árið í röð, við byrjuðum á þessu 2018 og var grasrótarhópur sem hefur áhuga á umhverfinu og kannski hreinleika í umhverfinu. Hann verður bara stærri og stærri með hverju árinu og þrátt fyrir veiru og vandamál henni tengd þá er þetta svona einstaklings- og fjölskylduíþrótt ef það mætti kalla það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Dagurinn byrjaði í Laugardalnum þar sem stjórnmálamenn og börn hófu daginn á plokki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, plokkar rusl í Laugardalnum.Mummi Lú „Dagurinn byrjaði mjög vel hérna niðri í Laugardal með stúlkum ungum sem stofnuðu náttúruklúbb í Laugardalnum fyrir tveimur vikum hafa verið duglegar að plokka. Okkur þótti tilvalið að leiða saman þessa glaðlyndu og duglegu æsku við forseta landsins, umhverfisráðherra og þá sem standa í stafni umhverfismála í borginni,“ segir Einar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt ungum stúlkum úr náttúruklúbbi Laugardals.Mummi Lú Árangurinn af plokkinu er mikill. „Við erum í samstarfi við mjög mörg sveitarfélög um allt land sem hafa haldið utan um þessar tölur fyrir okkur. Þegar við nálgumst sveitarfélögin þá er ofboðslega mikill áhugi og þetta er talið í tonnum bara í efri byggðum Reykjavíkur.“ „Það sama má segja um Reykjanesbæ og fleiri svæði. Þetta er talið í tonnum í hverju sveitarfélagi,“ segir Einar. „Með hverjum plokkdeginum, ár frá ári, þá finnst mér umhverfisvitund landsmanna eflast. Það er ekki minni þáttur en sjálft plokkið hjá einstaklingunum,“ segir Einar. Plokkið hófst með látum í morgun.Mummi Lú Krakkar í náttúruklúbbnum í Laugardal settu plokkdaginn í morgun.Mummi Lú Ungir og aldnir geta plokkað.Mummi Lú Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einar Bárðarson, einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi, líkir plokkkdeginum við einn af vorboðunum. „Stóri plokkdagurinn er núna haldinn í fjórða árið í röð, við byrjuðum á þessu 2018 og var grasrótarhópur sem hefur áhuga á umhverfinu og kannski hreinleika í umhverfinu. Hann verður bara stærri og stærri með hverju árinu og þrátt fyrir veiru og vandamál henni tengd þá er þetta svona einstaklings- og fjölskylduíþrótt ef það mætti kalla það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Dagurinn byrjaði í Laugardalnum þar sem stjórnmálamenn og börn hófu daginn á plokki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, plokkar rusl í Laugardalnum.Mummi Lú „Dagurinn byrjaði mjög vel hérna niðri í Laugardal með stúlkum ungum sem stofnuðu náttúruklúbb í Laugardalnum fyrir tveimur vikum hafa verið duglegar að plokka. Okkur þótti tilvalið að leiða saman þessa glaðlyndu og duglegu æsku við forseta landsins, umhverfisráðherra og þá sem standa í stafni umhverfismála í borginni,“ segir Einar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt ungum stúlkum úr náttúruklúbbi Laugardals.Mummi Lú Árangurinn af plokkinu er mikill. „Við erum í samstarfi við mjög mörg sveitarfélög um allt land sem hafa haldið utan um þessar tölur fyrir okkur. Þegar við nálgumst sveitarfélögin þá er ofboðslega mikill áhugi og þetta er talið í tonnum bara í efri byggðum Reykjavíkur.“ „Það sama má segja um Reykjanesbæ og fleiri svæði. Þetta er talið í tonnum í hverju sveitarfélagi,“ segir Einar. „Með hverjum plokkdeginum, ár frá ári, þá finnst mér umhverfisvitund landsmanna eflast. Það er ekki minni þáttur en sjálft plokkið hjá einstaklingunum,“ segir Einar. Plokkið hófst með látum í morgun.Mummi Lú Krakkar í náttúruklúbbnum í Laugardal settu plokkdaginn í morgun.Mummi Lú Ungir og aldnir geta plokkað.Mummi Lú
Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira