Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 15:19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Getty/Andressa Anholete Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. Loftslagsráðstefna fór fram á vegum Bandaríkjastjórnar í gær þar sem Bolsonaro hét því að tvöfalda fjárveitingar til loftslagsmála í von um að stemma stigu við ólöglegri skógareyðingu. Sagðist hann stefna á að allur slíkur skógruðningur yrði hættur fyrir árið 2030. Bolsonaro gekk hins vegar hratt á bak orða sinna og skrifaði í gær undir fjárlög þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldun þessarar fjárveitingar. Þá samþykkti hann ekki aukalegar fjárveitingar sem lagðar voru til af brasilíska þinginu. Frá því að Bolsonaro tók við forsetastóli hefur ríkisstjórn hans dregið úr fjárveitingum til málefnisins og talað gegn umhverfisvernd. Þá hefur hann talað fyrir uppbyggingu á vernduðum svæðum. Gagnrýnendur segja loforð Bolsonaro mega rekja til samnings sem Brasilía og Bandaríkin eru að semja um þessa dagana. Samningurinn snýst um fjárveitingar Bandaríkjanna til Brasilíu gegn því að Brasilía verndi Amazon skóginn, stærsta regnskóg jarðarinnar, og önnur svæði. Samkvæmt fjárlögum Brasilíu 2021 fær umhverfisráðuneytið 380 milljónir Bandaríkjadala, eða um 47,8 milljarða íslenskra króna, í fjárveitingar en árið 2020 var tæpum 550 milljónum Bandaríkjadala, eða um 68,8 milljörðum króna, varið í ráðuneytið. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur óskað eftir því að fjárveitingarnar verði endurskoðaðar og verði í samræmi við loforð Bolsonaros. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Sjá meira
Loftslagsráðstefna fór fram á vegum Bandaríkjastjórnar í gær þar sem Bolsonaro hét því að tvöfalda fjárveitingar til loftslagsmála í von um að stemma stigu við ólöglegri skógareyðingu. Sagðist hann stefna á að allur slíkur skógruðningur yrði hættur fyrir árið 2030. Bolsonaro gekk hins vegar hratt á bak orða sinna og skrifaði í gær undir fjárlög þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldun þessarar fjárveitingar. Þá samþykkti hann ekki aukalegar fjárveitingar sem lagðar voru til af brasilíska þinginu. Frá því að Bolsonaro tók við forsetastóli hefur ríkisstjórn hans dregið úr fjárveitingum til málefnisins og talað gegn umhverfisvernd. Þá hefur hann talað fyrir uppbyggingu á vernduðum svæðum. Gagnrýnendur segja loforð Bolsonaro mega rekja til samnings sem Brasilía og Bandaríkin eru að semja um þessa dagana. Samningurinn snýst um fjárveitingar Bandaríkjanna til Brasilíu gegn því að Brasilía verndi Amazon skóginn, stærsta regnskóg jarðarinnar, og önnur svæði. Samkvæmt fjárlögum Brasilíu 2021 fær umhverfisráðuneytið 380 milljónir Bandaríkjadala, eða um 47,8 milljarða íslenskra króna, í fjárveitingar en árið 2020 var tæpum 550 milljónum Bandaríkjadala, eða um 68,8 milljörðum króna, varið í ráðuneytið. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur óskað eftir því að fjárveitingarnar verði endurskoðaðar og verði í samræmi við loforð Bolsonaros.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Sjá meira
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41