ESB og íslenskt fullveldi Ólafur Ísleifsson skrifar 25. apríl 2021 09:00 Í liðinni viku voru á Alþingi ræddar tillögur Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið (ESB) og að taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi. Í sjálfu sér er ágætt er að efna til umræðu um þessi mál til að draga fram helstu sjónarmið og skerpa línur um afstöðu stjórnmálaflokka til þessara málefna. Í umræðunni um evruna benti ég á að ytri áföll eru óhjákvæmilegur fylgifiskur hins íslenska hagkerfis. Þau birtast sem verðfall á íslenskum afurðum á erlendum mörkuðum, aflabresti og slíkum þáttum. Ytri áföll hafa afleiðingar. Þau leiða af sér að tekjur þjóðarinnar dragast saman. Íslendingar þekkja vel að yfirleitt leiða slík ytri áföll af sér fall á gengi krónunnar. Gengisfallið verður þá birtingarmynd höggsins á þjóðarbúið. Tilboð Viðreisnar um aukið atvinnuleysi Værum við hér með evru væri þessi möguleiki á að dreifa byrðunum á alla landsmenn ekki fyrir hendi. Ríkisfjármálin geta ekki tekið höggið nema að hluta til af því að niðurskurði útgjalda og skattahækkunum eru takmörk sett. Þá er aðeins einn möguleiki eftir: Vinnumarkaðurinn. Laun eru ekki giska sveigjanleg niður á við og þá stendur eftir atvinnan; fyrirtækin ráða ekki við launagreiðslur og verða að segja upp fólki. Höggið vegna ytri áfalla birtist í auknu atvinnuleysi þegar aðlögun með falli krónunnar er útilokuð eftir að henni hefur verið kastað brott fyrir evruna. Höggið dreifist ekki á landsmenn heldur lendir þyngst á þeim sem verða fyrir atvinnumissi. Tilboð um afsal fullveldis í gjaldeyris- og peningmálum Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt. Engum blöðum er um það að fletta að við ákvarðanir bankans vega þyngst þýskir og franskir hagsmunir enda eru Þýskaland og Frakkland með hinu öfluga samstarfi sín á milli burðarásarnir í bandalaginu. Útilokað má telja með öllu að íslensk sjónarmið gætu haft minnstu áhrif á ákvarðanir bankans nema þau féllu að hagsmunum stóru ríkjanna. Þetta þýðir að í peningamálum yrðu Íslendingar ofurseldir hagsmunum Þjóðverja og Frakka að meginstefnu til. Við slíkt væri ekki búandi. Tillögu Viðreisnar um að taka upp evruna verður að meta í þessu ljósi. Tenging við norsku olíukrónuna? Nei takk. Finnar hafa einir þjóða á Norðurlöndum tekið upp evruna. Hvorki Danir né Svíar hafa gert það en danski seðlabankinn hefur það meginverkefni að líma dönsku krónuna fasta við evruna. Norska krónan er olíumynt í þeim skilningi að hún er viðkvæm fyrir verðbreytingum á olíu á heimsmarkaði. Allar hugmyndir um að tengja íslensku krónuna við þá norsku falla um sjálfar sig af þessari ástæðu enda getum við ekki átt hag atvinnufyrirtækja og heimila landsmanna beinlínis undir því hvernig viðrar á heimsmarkaði fyrir olíu. Misjöfn reynsla af ESB Tillögur Viðreisnar um aðild að ESB og upptöku evru koma spánskt fyrir sjónir. Er ESB á þeim buxum að taka við nýjum umsækjendum verandi í sárum eftir brotthvarf Breta? Reynslan talar sínu máli um þessar tillögur Viðreisnar. Alkunnugt er hvernig ESB stóð með öðrum að því að svipta Grikki fullveldi sínu og sjálfstæði eftir hið alþjóðlega fjármálahrun. Heil kynslóð í Grikklandi sér ekki til sólar í fjárhagslegu tilliti eftir meðferðina. ESB lagðist gegn okkur Íslendingum í Icesave-málinu þar sem tvær aðildarþjóðir héldu uppi ólögvörðum kröfum á þjóðina sem með réttu átti heima í þrotabúi hins fallna Landsbanka eins og staðfest var með dómi EFTA-dómstólsins. Hákarlaauglýsingar um manndrápsklyfjar Í greinargerð með þingsályktunartillögu Viðreisnar um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu segir að smáríki séu veikari í tvíhliða samstarfi en fjölþjóðasamstarfi og sé Icesave-deilan til marks um það. Er það svo? Sumir af stofnendum og helstu fyrirmennum Viðreisnar vildu ganga lengst allra við að láta undan kröfum Breta og Hollendinga, stofnuðu samtök og stóðu fyrir hákarlaauglýsingum til að hræða fólk til fylgilags við að þjóðin tæki á sig manndrápsklyfjar. Þessari framgöngu hafnaði þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sérkennilegt verður að telja, jafnvel í meira lagi, að Viðreisn skuli í ljósi þessarar forsögu bera Icesave-málið fram sem rökstuðning fyrir aðild Íslendinga að ESB. Orkupakkarnir og áhugi á orkuauðlindum íslensku þjóðarinnar Íslendingar hafa kynnst áhuga ESB á orkuauðlindum þjóðarinnar. Fyrir liggur greining á afleiðingum þess að gangast undir Evrópureglur í orkumálum. Hún birtist í lögfræðilegri álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar um þriðja orkupakkann. Þessir lögfræðilegu ráðunautar ríkisstjórnarinnar lýsa hvernig erlendum aðilum eru falin a.m.k. óbein áhrif á skipulag, ráðstöfun og nýtingu mikilvægra orkuauðlinda þjóðarinnar verði lagður sæstrengur undir Evrópureglum að ströndum landsins. Segja þeir slíkt valdframsal ekki geta talist minni háttar og bæta við að þessu megi „með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs." Tilboð um afsal fullveldis yfir orkuauðlindum þjóðarinnar Viðreisn reyndist við umræður um þriðja orkupakkann eins og flestir aðrir stjórnmálaflokkar ófáanleg til að ræða efni þessarar álitsgerðar og hinar þungvægu röksemdir gegn honum sem þar er að finna. Héldu talsmenn hennar fram að orkupakkinn snerist um þætti á borð við neytendavernd. Tillaga flokksins um viðræður um aðild að ESB felur í sér tilboð um afsal fullveldis yfir mikilvægum orkuauðlindum þjóðarinnar. ESB leyfði ekki varnir í þágu heilbrigðis búfjárstofna og lýðheilsu Íslendingar þekkja líka kröfur ESB um að ekki megi verja íslenska búfjárstofna, sem sökum einangrunar eru varnarlausir gagnvart landlægum búfjársjúkdómum í Evrópu öldum saman. Málið snýst um heilbrigði búfjárstofna og lýðheilsu. Málið hefur sáralitla þýðingu fyrir ESB en grundvallarþýðingu hér á landi. Viðleitni íslenskra stjórnvalda til að ná samkomulagi við ESB skilaði engum árangri. Frystiskyldunni, sem færustu sérfræðingar telja nauðsynlega, yrði að aflétta. Við það situr með tilheyrandi óvissu um heilbrigði og lýðheilsu vegna hörku og óbilgirni af hálfu ESB. Aðild að ESB kemur ekki til greina Tillögur Viðreisnar hafa þann kost að þær skerpa línur um afstöðu til ESB og evrunnar. Hér hefur ekki verið fjallað nema um nokkra þætti málsins. Til dæmis er ekki vikið að sjávarútvegshagsmunum Íslendinga enda er sjávarútvegur hvergi nefndur í umræddum tillögum, landbúnaður ekki heldur. Niðurstaðan er engu að síður skýr. Hvorki aðild að ESB né upptaka evru sem gjaldmiðils í landinu þjónar íslenskum hagsmunum né samrýmist fullveldi og yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Evrópusambandið Miðflokkurinn Íslenska krónan Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku voru á Alþingi ræddar tillögur Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið (ESB) og að taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi. Í sjálfu sér er ágætt er að efna til umræðu um þessi mál til að draga fram helstu sjónarmið og skerpa línur um afstöðu stjórnmálaflokka til þessara málefna. Í umræðunni um evruna benti ég á að ytri áföll eru óhjákvæmilegur fylgifiskur hins íslenska hagkerfis. Þau birtast sem verðfall á íslenskum afurðum á erlendum mörkuðum, aflabresti og slíkum þáttum. Ytri áföll hafa afleiðingar. Þau leiða af sér að tekjur þjóðarinnar dragast saman. Íslendingar þekkja vel að yfirleitt leiða slík ytri áföll af sér fall á gengi krónunnar. Gengisfallið verður þá birtingarmynd höggsins á þjóðarbúið. Tilboð Viðreisnar um aukið atvinnuleysi Værum við hér með evru væri þessi möguleiki á að dreifa byrðunum á alla landsmenn ekki fyrir hendi. Ríkisfjármálin geta ekki tekið höggið nema að hluta til af því að niðurskurði útgjalda og skattahækkunum eru takmörk sett. Þá er aðeins einn möguleiki eftir: Vinnumarkaðurinn. Laun eru ekki giska sveigjanleg niður á við og þá stendur eftir atvinnan; fyrirtækin ráða ekki við launagreiðslur og verða að segja upp fólki. Höggið vegna ytri áfalla birtist í auknu atvinnuleysi þegar aðlögun með falli krónunnar er útilokuð eftir að henni hefur verið kastað brott fyrir evruna. Höggið dreifist ekki á landsmenn heldur lendir þyngst á þeim sem verða fyrir atvinnumissi. Tilboð um afsal fullveldis í gjaldeyris- og peningmálum Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt. Engum blöðum er um það að fletta að við ákvarðanir bankans vega þyngst þýskir og franskir hagsmunir enda eru Þýskaland og Frakkland með hinu öfluga samstarfi sín á milli burðarásarnir í bandalaginu. Útilokað má telja með öllu að íslensk sjónarmið gætu haft minnstu áhrif á ákvarðanir bankans nema þau féllu að hagsmunum stóru ríkjanna. Þetta þýðir að í peningamálum yrðu Íslendingar ofurseldir hagsmunum Þjóðverja og Frakka að meginstefnu til. Við slíkt væri ekki búandi. Tillögu Viðreisnar um að taka upp evruna verður að meta í þessu ljósi. Tenging við norsku olíukrónuna? Nei takk. Finnar hafa einir þjóða á Norðurlöndum tekið upp evruna. Hvorki Danir né Svíar hafa gert það en danski seðlabankinn hefur það meginverkefni að líma dönsku krónuna fasta við evruna. Norska krónan er olíumynt í þeim skilningi að hún er viðkvæm fyrir verðbreytingum á olíu á heimsmarkaði. Allar hugmyndir um að tengja íslensku krónuna við þá norsku falla um sjálfar sig af þessari ástæðu enda getum við ekki átt hag atvinnufyrirtækja og heimila landsmanna beinlínis undir því hvernig viðrar á heimsmarkaði fyrir olíu. Misjöfn reynsla af ESB Tillögur Viðreisnar um aðild að ESB og upptöku evru koma spánskt fyrir sjónir. Er ESB á þeim buxum að taka við nýjum umsækjendum verandi í sárum eftir brotthvarf Breta? Reynslan talar sínu máli um þessar tillögur Viðreisnar. Alkunnugt er hvernig ESB stóð með öðrum að því að svipta Grikki fullveldi sínu og sjálfstæði eftir hið alþjóðlega fjármálahrun. Heil kynslóð í Grikklandi sér ekki til sólar í fjárhagslegu tilliti eftir meðferðina. ESB lagðist gegn okkur Íslendingum í Icesave-málinu þar sem tvær aðildarþjóðir héldu uppi ólögvörðum kröfum á þjóðina sem með réttu átti heima í þrotabúi hins fallna Landsbanka eins og staðfest var með dómi EFTA-dómstólsins. Hákarlaauglýsingar um manndrápsklyfjar Í greinargerð með þingsályktunartillögu Viðreisnar um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu segir að smáríki séu veikari í tvíhliða samstarfi en fjölþjóðasamstarfi og sé Icesave-deilan til marks um það. Er það svo? Sumir af stofnendum og helstu fyrirmennum Viðreisnar vildu ganga lengst allra við að láta undan kröfum Breta og Hollendinga, stofnuðu samtök og stóðu fyrir hákarlaauglýsingum til að hræða fólk til fylgilags við að þjóðin tæki á sig manndrápsklyfjar. Þessari framgöngu hafnaði þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sérkennilegt verður að telja, jafnvel í meira lagi, að Viðreisn skuli í ljósi þessarar forsögu bera Icesave-málið fram sem rökstuðning fyrir aðild Íslendinga að ESB. Orkupakkarnir og áhugi á orkuauðlindum íslensku þjóðarinnar Íslendingar hafa kynnst áhuga ESB á orkuauðlindum þjóðarinnar. Fyrir liggur greining á afleiðingum þess að gangast undir Evrópureglur í orkumálum. Hún birtist í lögfræðilegri álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar um þriðja orkupakkann. Þessir lögfræðilegu ráðunautar ríkisstjórnarinnar lýsa hvernig erlendum aðilum eru falin a.m.k. óbein áhrif á skipulag, ráðstöfun og nýtingu mikilvægra orkuauðlinda þjóðarinnar verði lagður sæstrengur undir Evrópureglum að ströndum landsins. Segja þeir slíkt valdframsal ekki geta talist minni háttar og bæta við að þessu megi „með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs." Tilboð um afsal fullveldis yfir orkuauðlindum þjóðarinnar Viðreisn reyndist við umræður um þriðja orkupakkann eins og flestir aðrir stjórnmálaflokkar ófáanleg til að ræða efni þessarar álitsgerðar og hinar þungvægu röksemdir gegn honum sem þar er að finna. Héldu talsmenn hennar fram að orkupakkinn snerist um þætti á borð við neytendavernd. Tillaga flokksins um viðræður um aðild að ESB felur í sér tilboð um afsal fullveldis yfir mikilvægum orkuauðlindum þjóðarinnar. ESB leyfði ekki varnir í þágu heilbrigðis búfjárstofna og lýðheilsu Íslendingar þekkja líka kröfur ESB um að ekki megi verja íslenska búfjárstofna, sem sökum einangrunar eru varnarlausir gagnvart landlægum búfjársjúkdómum í Evrópu öldum saman. Málið snýst um heilbrigði búfjárstofna og lýðheilsu. Málið hefur sáralitla þýðingu fyrir ESB en grundvallarþýðingu hér á landi. Viðleitni íslenskra stjórnvalda til að ná samkomulagi við ESB skilaði engum árangri. Frystiskyldunni, sem færustu sérfræðingar telja nauðsynlega, yrði að aflétta. Við það situr með tilheyrandi óvissu um heilbrigði og lýðheilsu vegna hörku og óbilgirni af hálfu ESB. Aðild að ESB kemur ekki til greina Tillögur Viðreisnar hafa þann kost að þær skerpa línur um afstöðu til ESB og evrunnar. Hér hefur ekki verið fjallað nema um nokkra þætti málsins. Til dæmis er ekki vikið að sjávarútvegshagsmunum Íslendinga enda er sjávarútvegur hvergi nefndur í umræddum tillögum, landbúnaður ekki heldur. Niðurstaðan er engu að síður skýr. Hvorki aðild að ESB né upptaka evru sem gjaldmiðils í landinu þjónar íslenskum hagsmunum né samrýmist fullveldi og yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun