Innlent

Algalíf, Úkraína, launahækkanir og loftslagsmál á Sprengisandi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á sínum stað á Bylgjunni upp úr klukkan tíu í dag.

Fyrsti gestur þáttarins í dag er Orri Björnsson. Hann er framkvæmdastjóri Algalífs, eins af þessum spennandi nýju líftæknifyrirtækjum sem hér eru. Algalíf vinnur fæðubótarefnið astaxanthín úr örþörungum og fyrir þessa vöru er gríðarlegur markaður víða, svo mikill að nýlega hafa erlendir fjárfestar spýtt fjórum milljörðum íslenskra króna inn í fyrirtækið.

Næstur er Dr. Hilmar Hilmarsson, sérfræðingur í málefnum austantjaldsríkja, sem veltir fyrir sér söðunni í Úkraínu sem er enn og aftur að klemmast á milli Rússa og einhvers konar varnartilburða vesturveldanna sem virðast meira á orði en á borði.

Um klukkan ellefu mæta þau Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra. Umræðuefnið verður áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Þorsteinn segir þau áhrif slæm og það sé óhrekjandi en Halla er hreint ekki á því.

Loks ræðir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, loftslagsmálin í ljósi metnaðarfullra yfirlýsinga Bandaríkjaforseta annars vegar en heimsendaspár margra annarra á sama tíma.

Sprengisandur hefst á Bylgjunni strax að loknum fréttum klukkan tíu og hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×