Áætlar að nýja skiltið kosti tíu til tólf milljónir: „Við erum voðalega stolt af þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 14:28 Skiltið er af stærri gerðinni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, er ánægður með útkomuna. Vísir/samsett Þeir sem leið hafa átt um Hellisheiði nýlega hafa eflaust orðið varir við nýtt gríðarstórt skilti sem þar hefur verið sett upp með nafni sveitarfélagsins Ölfus. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst afar stoltur af skiltinu og segist nær eingöngu hafa skynjað jákvæð viðbrögð. Hann áætlar að kostnaður vegna skiltisins nemi á bilinu tíu til tólf milljónum. „Þetta er búið að vera í undirbúningi í svolítinn tíma, við lögðum svolítið í hönnunina á þessu, vildum að þetta hefði þetta útlit sem þarna er. Við veltum ýmsu öðru fyrir okkur, svo sem hleðslugrjóti og fleiru, en með því að nota corten-stál og steypu er þetta svolítil tilvísun í hafnargerðina hjá okkur og fyrir framan þetta kemur svo dolos sem er undirstaðan í hafnarþróuninni í Þorlákshöfn og táknið í byggðarmerkinu okkar,“ útskýrir Elliði í samtali við Vísi. Skiltið var sett upp á dögunum.Vísir/Þórir „Við erum náttúrlega með þessu dálítið bæði að minna á að þetta er sérstakt sveitarfélag fyrir margar sakir og íbúar eru mjög stoltir af sínu sveitarfélagi og stoltir af þessari sérstöku náttúru sem þarna er, innan örfárra metra þegar farið er fram hjá byggðarskiltinu fer fólk til dæmis fram hjá stærsta jarðvarmaveri í heimi og okkur fannst kominn tími til þess að notfæra okkur það, það liggur fjölmennur vegur þarna í gegn og að fólk sé meðvitað að það sé komið út fyrir borgina,“ segir Elliði. Baklýsing bætist við Hann segir nokkuð marga hafa komið að hönnun skiltisins. „Það var fyrst og fremst tæknideildin hjá okkur sem kom að þessu, Kristinn Pálsson arkitekt, hann átti stærstan hlut í hönnuninni en í samstarfi við bæði kjörna fulltrúa og aðra starfsmenn.“ Ölfus-skiltið séð að framan.Vísir/Magnús Hlynur En hvað kostaði þetta allt saman? „Þetta eru á milli tíu og tólf milljónir þegar allt er til talið. Það á eftir að koma baklýsing í stafina og þetta náttúrlega verður aðeins dýrara því okkur finnst skipta máli hvar þetta væri, við vildum ekki hafa þetta fjarri þjóðveginum en þó ekki það nærri að það myndi skapast nein umferðarhætta af þessu. Við vildum líka reyna að fella þetta svolítið inn í þessa brekku sem þarna er. En ég hugsa að þegar uppi er staðið komi þetta til með að kosta um tíu til tólf milljónir,“ svarar Elliði. Séð frá skiltinu við þjóðveginn sem liggur um Hellisheiði, í átt til höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Þórir Þá segir Elliði sveitarfélagið hafa aflað allra þeirra leyfa sem til þurfti til að reisa skiltið. „Bæði þurfti leyfi hjá Vegagerðinni og svo er sveitarfélagið ekkert undanskilið öðrum þegar kemur að framkvæmdum. Það þarf að ganga í gegnum alla leyfisferla og þar með talið þurfum við að fá heimild hjá sjálfum okkur, það er að segja bygginganefnd og þar fram eftir götunum,“ segir Elliði. Segir mikilvægt að bera virðingu fyrir sérstöðunni Hann segir sveitarfélagið hafa fengið nánast eingöngu jákvæð viðbrögð við skiltinu. „Sérstaklega hjá íbúum. Þetta er svipað og þú gerir væntanlega fyrir framan húsið þitt, þú merkir þér húsið bæði með nafni, götunúmeri og nöfnum eigenda á pósthólfum og hurðum. Það er nú ekkert dýpri hugmyndafræði en það á bakvið þetta,“ segir Elliði. „Það skiptir líka máli fyrir sveitarfélög, og þá ekki síst svona nálægt borginni, að vera meðvituð um að standa vörð um sérstöðuna. Það verður til sérstakur bæjarmórall í öllum bæjum og öllum sveitarfélögum, hver á sinn karakter og við eigum að vera stolt af því. Við eigum að vera stolt af sérstöðu hvers og eins og bera virðingu fyrir sérstöðunni, ekkert eitt er öðru betra en jólatréð er fallegra þegar það er skreytt með mislitum kúlum,“ segir Elliði. „Við erum voðalega stolt af þessu.“ Fjöldi fólks kom að hönnun og uppsetningu skiltisins.Vísir/Þórir Ölfus Sveitarstjórnarmál Styttur og útilistaverk Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Þetta er búið að vera í undirbúningi í svolítinn tíma, við lögðum svolítið í hönnunina á þessu, vildum að þetta hefði þetta útlit sem þarna er. Við veltum ýmsu öðru fyrir okkur, svo sem hleðslugrjóti og fleiru, en með því að nota corten-stál og steypu er þetta svolítil tilvísun í hafnargerðina hjá okkur og fyrir framan þetta kemur svo dolos sem er undirstaðan í hafnarþróuninni í Þorlákshöfn og táknið í byggðarmerkinu okkar,“ útskýrir Elliði í samtali við Vísi. Skiltið var sett upp á dögunum.Vísir/Þórir „Við erum náttúrlega með þessu dálítið bæði að minna á að þetta er sérstakt sveitarfélag fyrir margar sakir og íbúar eru mjög stoltir af sínu sveitarfélagi og stoltir af þessari sérstöku náttúru sem þarna er, innan örfárra metra þegar farið er fram hjá byggðarskiltinu fer fólk til dæmis fram hjá stærsta jarðvarmaveri í heimi og okkur fannst kominn tími til þess að notfæra okkur það, það liggur fjölmennur vegur þarna í gegn og að fólk sé meðvitað að það sé komið út fyrir borgina,“ segir Elliði. Baklýsing bætist við Hann segir nokkuð marga hafa komið að hönnun skiltisins. „Það var fyrst og fremst tæknideildin hjá okkur sem kom að þessu, Kristinn Pálsson arkitekt, hann átti stærstan hlut í hönnuninni en í samstarfi við bæði kjörna fulltrúa og aðra starfsmenn.“ Ölfus-skiltið séð að framan.Vísir/Magnús Hlynur En hvað kostaði þetta allt saman? „Þetta eru á milli tíu og tólf milljónir þegar allt er til talið. Það á eftir að koma baklýsing í stafina og þetta náttúrlega verður aðeins dýrara því okkur finnst skipta máli hvar þetta væri, við vildum ekki hafa þetta fjarri þjóðveginum en þó ekki það nærri að það myndi skapast nein umferðarhætta af þessu. Við vildum líka reyna að fella þetta svolítið inn í þessa brekku sem þarna er. En ég hugsa að þegar uppi er staðið komi þetta til með að kosta um tíu til tólf milljónir,“ svarar Elliði. Séð frá skiltinu við þjóðveginn sem liggur um Hellisheiði, í átt til höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Þórir Þá segir Elliði sveitarfélagið hafa aflað allra þeirra leyfa sem til þurfti til að reisa skiltið. „Bæði þurfti leyfi hjá Vegagerðinni og svo er sveitarfélagið ekkert undanskilið öðrum þegar kemur að framkvæmdum. Það þarf að ganga í gegnum alla leyfisferla og þar með talið þurfum við að fá heimild hjá sjálfum okkur, það er að segja bygginganefnd og þar fram eftir götunum,“ segir Elliði. Segir mikilvægt að bera virðingu fyrir sérstöðunni Hann segir sveitarfélagið hafa fengið nánast eingöngu jákvæð viðbrögð við skiltinu. „Sérstaklega hjá íbúum. Þetta er svipað og þú gerir væntanlega fyrir framan húsið þitt, þú merkir þér húsið bæði með nafni, götunúmeri og nöfnum eigenda á pósthólfum og hurðum. Það er nú ekkert dýpri hugmyndafræði en það á bakvið þetta,“ segir Elliði. „Það skiptir líka máli fyrir sveitarfélög, og þá ekki síst svona nálægt borginni, að vera meðvituð um að standa vörð um sérstöðuna. Það verður til sérstakur bæjarmórall í öllum bæjum og öllum sveitarfélögum, hver á sinn karakter og við eigum að vera stolt af því. Við eigum að vera stolt af sérstöðu hvers og eins og bera virðingu fyrir sérstöðunni, ekkert eitt er öðru betra en jólatréð er fallegra þegar það er skreytt með mislitum kúlum,“ segir Elliði. „Við erum voðalega stolt af þessu.“ Fjöldi fólks kom að hönnun og uppsetningu skiltisins.Vísir/Þórir
Ölfus Sveitarstjórnarmál Styttur og útilistaverk Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira