Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2021 02:39 Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar. Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan. Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri. Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru: Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas. Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð. Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta. Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð. Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth. Fréttin verður uppfærð. Óskarinn Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar. Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan. Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri. Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru: Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas. Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð. Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta. Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð. Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth. Fréttin verður uppfærð.
Óskarinn Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00
Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12
Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24