Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Þar segir að forsópun hefjist í dag en eftir um viku verði götur sópaðar og þvegnar. Þá kunna íbúar að þurfa að grípa til ráðstafana til að bifreiðar verði ekki fyrir. Daginn áður munu þeir fá sms skilaboð til áminningar.
Byrjað verður í Grafarvogi, Vesturbæ, Hlíðum og á Kjalarnesi.
Hér má finna verkáætlun vorhreinsunar Reykjavíkurborgar og nánari upplýsingar.