Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. október 2025 08:35 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksin, telur þörf á fleiri aðgerðum svo fólkið í landinu finni raunverulega fyrir því. Vísir/Lýður Valberg Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49
Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02
Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47