Miðlægt þekkingarsetur ungs fólks Kristín María Thoroddsen skrifar 26. apríl 2021 12:00 Allir hafa þurft að færa einhverjar fórnir og breyta lífsháttum sínum til að halda Covid-19 í skefjum en óhætt er að segja að ungt fólk, sérstaklega framhaldsskólanemar, hafi gert það all hressilega og það á miklum mótunarárum ævi sinnar. Ég efast ekki um að flest þeirra hafi stuðning og bakland til að nýta sér þessa reynslu sér til góðs en fórnirnar hafa verið miklar. Rannsóknir sýna að námslega hefur nemendum framhaldsskólana gengið ágætlega miðað við aðstæður og eiga þau hrós skilið, bæði nemendur og starfsfólk en félagslegi þátturinn hefur þurft að víkja og áhrifin ekki komin í ljós . Nemendur sem upplifðu félagslega einangrun fyrir Covid eru að upplifa margfalt meiri einangrun í dag, en það á einnig við um þá nemendur sem voru og eru félagslega mjög virkir. Segja má að sorg svífi yfir vötnum hjá ungu fólki sem ekki má tala niður né vanmeta. Vonir og væntingar um allskonar viðburði og upplifun urðu að engu á svipstundu. Eitt getum við þó öll verið sammála um að unga fólkið okkar í dag hefur staðið sig ótrúlega vel, tekið aðstæðum með æðruleysi og gert það besta úr stöðunni. Nú er það okkar, að bregðast við og gera allt það sem við getum til að ungt fólk fái sem mestu og bestu þjónustu sem samfélag eins og okkar getur veitt þeim. Lærum af reynslunni og snúum vörn í sókn Reynslan af samfélagslegum áföllum, allt frá síðari heimstyrjöld, sýnir okkur að hin raunveruleg áhrif koma ekki fram fyrr en stormurinn er gengin yfir. Þá slaknar á hnefanum og afleiðingarnar koma fram. Skýrt dæmi um það er efnahagshrunið á Íslandi, áhrifin sem það áfall hafði á ungt fólk kom í raun ekki fram fyrr birta tók að nýju í efnahag landsins. Margföldun varð á fjölda ungs fólks á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og hin andlegu ör sem stór hluti þeirra bar komst upp á yfirborðið. Í dag, sérstaklega þegar svo stutt er á milli áfalla, vitum við betur og eigum að byrja að búa okkur undir þetta verkefni. Við höfum þekkinguna, innviðina og rannsóknir til að styðjast við, tíminn líður hratt og því mikilvægt að nýta það sem við eigum í stað þess að bíða eftir að áhrifin komi í ljós. Til að safna saman allri þeirri þekkingu sem til er hjá þeim sem vinna að hag ungs fólks á Íslandi í dag, þarf að skapa vettvang sem fer í það sameiginlega verkefni að fara úr vörn, í sókn. Það er löngu tímabært að setja á laggirnar þekkingarmiðstöð ungs fólks á Íslandi sem stendur að nýsköpun, rannsóknum og þróun og eflir samstarf allra þeirra sem að málaflokknum koma, sérstaklega þeirra sem þjónusta ungt fólk utan hins hefðbundna skólakerfis. Þekkingarmiðstöð væri í virku samtali við ungt fólk og þjónustar ekki eingöngu nærsamfélagið heldur allt landið. Ráðgjöf, hópastarf, fræðsla, kennsla, valdefling og stuðningur við óformlega menntun, leiðtogaþjálfun, félagsstarf og fjöldinn allur af verkefnum mun veita ungu fólki þau verkfæri sem þau þurfta til að efla sig og styrkja. Nýtum þekkinguna sem til er Í Hafnarfirði eru rekin tvö ungmennahús, Hamarinn og Músik og mótor og í Hafnarfirði höfum við tvo framhaldsskóla, Flensborg og hluta Tækniskólans, sem vonandi verður allur staðsettur í bænum í náinni framtíð. Hamarinn er í dag í virku samstarfi og samtali við Bergið headspace, Samtökin ´78, sálfræðinga, Rauða krossinn, Flensborg, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og starfsfólk sveitarfélagsins sem þjónustar ungt fólk. Hafnarfjörður er með innviðina, og viljann, til að taka skrefið og leiða þessa vinnu, í samstarfi við ríkisvaldið og þau samtök sem að málaflokknum koma. Sú þekking og reynsla sem skapast mun standa öllum sveitarfélögum til boða, sem það óska eftir. Þá má ekki gleyma því frábæra ungu fólki sem hefur látið til sín taka á öllum sviðum samfélagsins ekki aðeins hér í Hafnarfirði heldur um allt land. Þessu ungu fólki þarf að hlúa að og hlusta meira á. Hafnarfjörður væri því fýsilegur kostur til að hýsa miðlæga þekkingarmiðstöð ungs fólks. Ungt fólk í dag veit að það er ekki hægt að taka neinu sem gefnu en þau þurfa að finna að samfélagið er til staðar. Það erum við sem erum baklandið þeirra, við fullorðna fólkið og við samfélagið. Við þurfum að standa þétt við bakið á þeim, ekki bara í miðjum stormi, heldur líka þegar sólin skín. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Allir hafa þurft að færa einhverjar fórnir og breyta lífsháttum sínum til að halda Covid-19 í skefjum en óhætt er að segja að ungt fólk, sérstaklega framhaldsskólanemar, hafi gert það all hressilega og það á miklum mótunarárum ævi sinnar. Ég efast ekki um að flest þeirra hafi stuðning og bakland til að nýta sér þessa reynslu sér til góðs en fórnirnar hafa verið miklar. Rannsóknir sýna að námslega hefur nemendum framhaldsskólana gengið ágætlega miðað við aðstæður og eiga þau hrós skilið, bæði nemendur og starfsfólk en félagslegi þátturinn hefur þurft að víkja og áhrifin ekki komin í ljós . Nemendur sem upplifðu félagslega einangrun fyrir Covid eru að upplifa margfalt meiri einangrun í dag, en það á einnig við um þá nemendur sem voru og eru félagslega mjög virkir. Segja má að sorg svífi yfir vötnum hjá ungu fólki sem ekki má tala niður né vanmeta. Vonir og væntingar um allskonar viðburði og upplifun urðu að engu á svipstundu. Eitt getum við þó öll verið sammála um að unga fólkið okkar í dag hefur staðið sig ótrúlega vel, tekið aðstæðum með æðruleysi og gert það besta úr stöðunni. Nú er það okkar, að bregðast við og gera allt það sem við getum til að ungt fólk fái sem mestu og bestu þjónustu sem samfélag eins og okkar getur veitt þeim. Lærum af reynslunni og snúum vörn í sókn Reynslan af samfélagslegum áföllum, allt frá síðari heimstyrjöld, sýnir okkur að hin raunveruleg áhrif koma ekki fram fyrr en stormurinn er gengin yfir. Þá slaknar á hnefanum og afleiðingarnar koma fram. Skýrt dæmi um það er efnahagshrunið á Íslandi, áhrifin sem það áfall hafði á ungt fólk kom í raun ekki fram fyrr birta tók að nýju í efnahag landsins. Margföldun varð á fjölda ungs fólks á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og hin andlegu ör sem stór hluti þeirra bar komst upp á yfirborðið. Í dag, sérstaklega þegar svo stutt er á milli áfalla, vitum við betur og eigum að byrja að búa okkur undir þetta verkefni. Við höfum þekkinguna, innviðina og rannsóknir til að styðjast við, tíminn líður hratt og því mikilvægt að nýta það sem við eigum í stað þess að bíða eftir að áhrifin komi í ljós. Til að safna saman allri þeirri þekkingu sem til er hjá þeim sem vinna að hag ungs fólks á Íslandi í dag, þarf að skapa vettvang sem fer í það sameiginlega verkefni að fara úr vörn, í sókn. Það er löngu tímabært að setja á laggirnar þekkingarmiðstöð ungs fólks á Íslandi sem stendur að nýsköpun, rannsóknum og þróun og eflir samstarf allra þeirra sem að málaflokknum koma, sérstaklega þeirra sem þjónusta ungt fólk utan hins hefðbundna skólakerfis. Þekkingarmiðstöð væri í virku samtali við ungt fólk og þjónustar ekki eingöngu nærsamfélagið heldur allt landið. Ráðgjöf, hópastarf, fræðsla, kennsla, valdefling og stuðningur við óformlega menntun, leiðtogaþjálfun, félagsstarf og fjöldinn allur af verkefnum mun veita ungu fólki þau verkfæri sem þau þurfta til að efla sig og styrkja. Nýtum þekkinguna sem til er Í Hafnarfirði eru rekin tvö ungmennahús, Hamarinn og Músik og mótor og í Hafnarfirði höfum við tvo framhaldsskóla, Flensborg og hluta Tækniskólans, sem vonandi verður allur staðsettur í bænum í náinni framtíð. Hamarinn er í dag í virku samstarfi og samtali við Bergið headspace, Samtökin ´78, sálfræðinga, Rauða krossinn, Flensborg, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og starfsfólk sveitarfélagsins sem þjónustar ungt fólk. Hafnarfjörður er með innviðina, og viljann, til að taka skrefið og leiða þessa vinnu, í samstarfi við ríkisvaldið og þau samtök sem að málaflokknum koma. Sú þekking og reynsla sem skapast mun standa öllum sveitarfélögum til boða, sem það óska eftir. Þá má ekki gleyma því frábæra ungu fólki sem hefur látið til sín taka á öllum sviðum samfélagsins ekki aðeins hér í Hafnarfirði heldur um allt land. Þessu ungu fólki þarf að hlúa að og hlusta meira á. Hafnarfjörður væri því fýsilegur kostur til að hýsa miðlæga þekkingarmiðstöð ungs fólks. Ungt fólk í dag veit að það er ekki hægt að taka neinu sem gefnu en þau þurfa að finna að samfélagið er til staðar. Það erum við sem erum baklandið þeirra, við fullorðna fólkið og við samfélagið. Við þurfum að standa þétt við bakið á þeim, ekki bara í miðjum stormi, heldur líka þegar sólin skín. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun