Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku finni það fyrir einkennum. Vísir/Vilhelm Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. Sextán greindust smitaðir í gær og tengist meirihluti smitanna hópsmitinu í Ölfusi. Aðrir tengjast hópsmitinu á Jörfa. Þrettán voru í sóttkví en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir allan gang á því hversu lengi sóttkví hafði staðið yfir. Varðandi útbreiðslu segir hann jákvætt að tilfellin megi rekja til hópsmitanna. „En þetta er náttúrulega alltaf eitthvað útbreitt þar sem þetta er dálítið vítt í kringum þessi hópsmit og þá eru það aðilar sem ekki hafa komið upp í smitrakningunni sjálfri og eru þannig að greinast þegar við erum að fara út í víðtækar sýnatökur í kringum þessi tilfelli,“ segir Þórólfur. Grunnskólinn á Þorlákshöfn er lokaður í dag og flestir foreldrar héldu leikskólabörnum heima til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.Vísir/Vilhelm Hann segir stöðuna ekki gefa tilefni til þess að herða aðgerðir. „Það virðist vera sem það takist að halda þessu í horfinu með þessum aðgerðum sem eru í gangi núna. En það virðist þó ætla að taka einhvern lengi tíma að ná að útrýma þessu.“ Hann segir marga með lítil einkenni og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Hópsmitið á Suðurlandi megi meðal annars rekja til þess að fólk hafi ekki brugðist nógu snemma við því. „Það má allavega rekja það til þess að fólk hefur ekki farið í sýnatöku þegar fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma og er í vinnunni og annars staðar. Við höfum verið að klifa á því töluverðan tíma að fólk virkilega gæti að sér og fari í sýnatöku við minnsta tilefni. Það er greinilegt að fólk er ekki alveg að fara eftir því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sextán greindust smitaðir í gær og tengist meirihluti smitanna hópsmitinu í Ölfusi. Aðrir tengjast hópsmitinu á Jörfa. Þrettán voru í sóttkví en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir allan gang á því hversu lengi sóttkví hafði staðið yfir. Varðandi útbreiðslu segir hann jákvætt að tilfellin megi rekja til hópsmitanna. „En þetta er náttúrulega alltaf eitthvað útbreitt þar sem þetta er dálítið vítt í kringum þessi hópsmit og þá eru það aðilar sem ekki hafa komið upp í smitrakningunni sjálfri og eru þannig að greinast þegar við erum að fara út í víðtækar sýnatökur í kringum þessi tilfelli,“ segir Þórólfur. Grunnskólinn á Þorlákshöfn er lokaður í dag og flestir foreldrar héldu leikskólabörnum heima til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.Vísir/Vilhelm Hann segir stöðuna ekki gefa tilefni til þess að herða aðgerðir. „Það virðist vera sem það takist að halda þessu í horfinu með þessum aðgerðum sem eru í gangi núna. En það virðist þó ætla að taka einhvern lengi tíma að ná að útrýma þessu.“ Hann segir marga með lítil einkenni og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Hópsmitið á Suðurlandi megi meðal annars rekja til þess að fólk hafi ekki brugðist nógu snemma við því. „Það má allavega rekja það til þess að fólk hefur ekki farið í sýnatöku þegar fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma og er í vinnunni og annars staðar. Við höfum verið að klifa á því töluverðan tíma að fólk virkilega gæti að sér og fari í sýnatöku við minnsta tilefni. Það er greinilegt að fólk er ekki alveg að fara eftir því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira