Körfubolti

NBA dagsins: Þrælauðveld sigurkarfa, framlenging og svellkaldur CP3

Sindri Sverrisson skrifar
Chris Paul stal senunni í lokin á sigri Phoenix Suns gegn New York Knicks.
Chris Paul stal senunni í lokin á sigri Phoenix Suns gegn New York Knicks. AP/Elsa

D‘Angelo Russell skoraði eina auðveldustu körfu ferilsins þegar hann tryggði Minnesota Timberwolves 105-104 sigur gegn toppliði Utah Jazz. 

Það var einnig æsispenna í framlengdum leik San Antonio Spurs og Washington Wizards, og Phoenix Suns stöðvaði magnaða sigurgöngu New York Knicks.

Svipmyndir úr leikjunum þremur og bestu tilþrifin úr öllum leikjum næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að neðan.

Klippa: NBA dagsins 27. apríl

Utah virtist vera að tryggja sér sigur gegn Minnesota með þriggja stiga körfu Mike Conley þegar 6,4 sekúndur voru eftir. Varnarmenn Utah steinsváfu hins vegar á verðinum í lokasókn Minnesota sem á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina en hefur samt unnið alla þrjá leiki sína gegn Utah, sem hefur tapað fæstum leikjum allra eða aðeins 17 á leiktíðinni.

DeMar DeRozan var hársbreidd frá því að tryggja Spurs sigur gegn Wizards með lokaskoti venjulegs leiktíma en boltinn fór upp úr körfunni. Því þurfti að framlengja. Þar höfðu Spurs þó betur, 146-143, eftir að lokaskot Bradley Beal geigaði.

Chris Paul átti svo sviðið í lokin á sigri Suns gegn Knicks, 118-110. CP3 skoraði úr skelfilegu færi þegar hann kom Suns í 115-110 og bætti svo um betur með þriggja stiga körfu af löngu færi. Knicks höfðu unnið níu leiki í röð.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×