Þó þetta hafi ekki enn verið staðfest greindu ýmsir erlendir miðlar frá þessu fyrr í dag. Venja er að 23 leikmenn séu í hópi hvers landsliðs á EM í knattspyrnu.
Þá eru oft menn á biðlista ef eitthvað skyldi koma upp á en nú virðist sem UEFA ætli að leyfa löndum að taka þrjá leikmenn til viðbótar við þá 23 eins og venja er.
Exclusive: Gareth Southgate will be able to pick a 26-man England squad at Euro 2020 instead of 23 after Uefa s national teams committee recommended the expansion
— Martyn Ziegler (@martynziegler) April 27, 2021
https://t.co/rFHTxZ4Zp2
Ástæðan er kórónufaraldurinn og það mikla álag sem verið á leikmönnum síðan faraldurinn skall á. Þá gætu leikmenn smitast á mótinu sjálfu og þá þarf að vera með nægilega stóran hóp til að glíma við það.
EM fer af stað þann 11. júní og lýkur mánuði síðar eða 11. júlí. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum.