Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:26 Marek Moszczynski í dómsal á mánudag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. Aðalmeðferð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur er nú á þriðja degi. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks fór fram á það við dóminn að þinghaldi yrði lokað meðan andleg veikindi og persónuleg sjúkrasaga Mareks yrði til umfjöllunar – eða að fjölmiðlum yrði að minnsta kosti meinað að fjalla um þann hluta málsins. Dómurinn féllst ekki á það og þinghald hélst áfram opið. Fram kom í máli geðlækna sem komu að geðmati eða meðferð á Marek að hann væri elstur þríbura. Líkt og greint var frá áður hafði Marek orðið veikur í byrjun maí 2020, tæpum tveimur mánuðum fyrir brunann, og verið lagður inn á spítala með einkenni sem talið var að gætu verið magakrabbamein. Geðlæknir hafði eftir bróðurdóttur Mareks að aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marek hefði verið tilkynnt um að hann gæti verið með illkynja krabbamein, sem mögulega gæti leitt til dauða, hefði hegðun hans gjörbreyst – líkt og hann hefði fengið sjokk eftir þessar upplýsingar. Geðlæknar voru sammála um að álagið af legu hans á deildinni, þegar hann stóð í þeirri trú að hann væri mögulega að deyja, hafi komið af stað andlegu veikindum hans, sem enduðu með maníu eða geðrofsástandi. Þá hefði hann staðið í þeirri trú að hann væri með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Síðar kom í ljós að veikindin voru ekki illkynja en ekki fyrr en eftir brunann. Samkvæmt samtölum við fjölskyldumeðlimi Mareks hefði hann jafnframt sýnt af sér hegðun gegnum tíðina sem gæti bent til þess að hann væri með geðhvarfasjúkdóm. Óljós innlögn á hergeðdeild Þá var greint frá óljósri sögu um innlögn Mareks á geðdeild á vegum pólska hersins fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Geðlæknarnir sögðu allir að mjög erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um þessa innlögn og einn sagði að Marek hefði fengið einhverja greiningu þar. Hins vegar hefði Marek sjálfur sagt að hann hefði gert sér upp þessi veikindi til að komast hjá því að gegna herskyldu. Einn geðlæknir sem vann að yfirmati á Marek sagði að það væri mat hans að Marek hefði verið ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum daginn sem bruninn varð. Það væri til dæmis augljóst af upptökum úr búkmyndavélum lögreglu og af þeirri hegðun hans sem geðlæknarnir urðu sjálfir vitni að. Þá töldu geðlæknarnir afar ólíklegt að Marek hefði gert sér einkenni sín upp. Antíbíómanía? Þá var töluverðu púðri varið í umræðu um svokallaða „antíbíómaníu“, maníuástand sem orsakast getur af inntöku sýklalyfja. Geðlæknar voru spurðir að því hvort sýklalyf sem Marek fékk á magadeild Landspítalans gætu hafa framkallað veikindi hans. Einn taldi það með ólíkindum og hinir töldu það í það minnsta afar ólíklegt. Dæmi væru vissulega um að sjúklingar sýndu maníueinkenni eftir að fá slík lyf en það væri mjög sjaldgæft. Líkt og fram hefur komið er Marek metinn ósakhæfur. Geðlæknarnir voru allir inntir eftir því hvort þeir teldu að Marek þyrfti að sæta öryggisráðstöfunum, verði hann fundinn sekur. Einn taldi ekki þörf á því en hinir töldu öruggast að hann fengi einhvers konar eftirfylgni, til að mynda á réttargeðdeild. Þá voru geðlæknarnir þeirrar skoðunar að það breytti engu um téða eftirfylgni hvort veikindi Mareks væru tilkomin vegna geðræns sjúkdóms, áfalls eða sýklalyfjanna. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41 Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41 Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur er nú á þriðja degi. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks fór fram á það við dóminn að þinghaldi yrði lokað meðan andleg veikindi og persónuleg sjúkrasaga Mareks yrði til umfjöllunar – eða að fjölmiðlum yrði að minnsta kosti meinað að fjalla um þann hluta málsins. Dómurinn féllst ekki á það og þinghald hélst áfram opið. Fram kom í máli geðlækna sem komu að geðmati eða meðferð á Marek að hann væri elstur þríbura. Líkt og greint var frá áður hafði Marek orðið veikur í byrjun maí 2020, tæpum tveimur mánuðum fyrir brunann, og verið lagður inn á spítala með einkenni sem talið var að gætu verið magakrabbamein. Geðlæknir hafði eftir bróðurdóttur Mareks að aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marek hefði verið tilkynnt um að hann gæti verið með illkynja krabbamein, sem mögulega gæti leitt til dauða, hefði hegðun hans gjörbreyst – líkt og hann hefði fengið sjokk eftir þessar upplýsingar. Geðlæknar voru sammála um að álagið af legu hans á deildinni, þegar hann stóð í þeirri trú að hann væri mögulega að deyja, hafi komið af stað andlegu veikindum hans, sem enduðu með maníu eða geðrofsástandi. Þá hefði hann staðið í þeirri trú að hann væri með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Síðar kom í ljós að veikindin voru ekki illkynja en ekki fyrr en eftir brunann. Samkvæmt samtölum við fjölskyldumeðlimi Mareks hefði hann jafnframt sýnt af sér hegðun gegnum tíðina sem gæti bent til þess að hann væri með geðhvarfasjúkdóm. Óljós innlögn á hergeðdeild Þá var greint frá óljósri sögu um innlögn Mareks á geðdeild á vegum pólska hersins fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Geðlæknarnir sögðu allir að mjög erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um þessa innlögn og einn sagði að Marek hefði fengið einhverja greiningu þar. Hins vegar hefði Marek sjálfur sagt að hann hefði gert sér upp þessi veikindi til að komast hjá því að gegna herskyldu. Einn geðlæknir sem vann að yfirmati á Marek sagði að það væri mat hans að Marek hefði verið ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum daginn sem bruninn varð. Það væri til dæmis augljóst af upptökum úr búkmyndavélum lögreglu og af þeirri hegðun hans sem geðlæknarnir urðu sjálfir vitni að. Þá töldu geðlæknarnir afar ólíklegt að Marek hefði gert sér einkenni sín upp. Antíbíómanía? Þá var töluverðu púðri varið í umræðu um svokallaða „antíbíómaníu“, maníuástand sem orsakast getur af inntöku sýklalyfja. Geðlæknar voru spurðir að því hvort sýklalyf sem Marek fékk á magadeild Landspítalans gætu hafa framkallað veikindi hans. Einn taldi það með ólíkindum og hinir töldu það í það minnsta afar ólíklegt. Dæmi væru vissulega um að sjúklingar sýndu maníueinkenni eftir að fá slík lyf en það væri mjög sjaldgæft. Líkt og fram hefur komið er Marek metinn ósakhæfur. Geðlæknarnir voru allir inntir eftir því hvort þeir teldu að Marek þyrfti að sæta öryggisráðstöfunum, verði hann fundinn sekur. Einn taldi ekki þörf á því en hinir töldu öruggast að hann fengi einhvers konar eftirfylgni, til að mynda á réttargeðdeild. Þá voru geðlæknarnir þeirrar skoðunar að það breytti engu um téða eftirfylgni hvort veikindi Mareks væru tilkomin vegna geðræns sjúkdóms, áfalls eða sýklalyfjanna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41 Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41 Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41
Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41
Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47