Sjálfstæðismenn skamma Mörtu: „Alltaf gamla nornin sem tapar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 18:36 Marta Guðjónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fleiri þekktir Sjálfstæðismenn hafa gert ummæli Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, um Gísla Martein Baldursson að umræðuefni á samfélagsmiðlum í dag þar sem orð Mörtu í garð Gísla eru harðlega gagnrýnd. Grein eftir Mörtu sem birtist á Vísi í morgun hefur vakið mikla athygli en þar kallar hún Gísla meðal annars „pjakk“ og „prinsessu“ og sakar hann um að fara með ítrekuð ósannindi. Meðal þeirra sem tjáð sig hafa um ummæli Mörtu er Hildur Björnsdóttir, flokkssystir hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. „Svívirðingar og uppnefni í opinberri umræðu eru ekki til þess fallin að auka traust og tiltrú á stjórnmálin. Ég hugsa að Sjálfstæðismenn vilji almennt temja sér háttvísi í rökræðulistinni og sanngirni í umræðunni. Vonandi felur framtíð stjórnmálanna í sér uppbyggileg skoðanaskipti og almenna kurteisi í lifandi samkeppni hugmyndanna,“ skrifar Hildur. Ætla má að þar sé hún að vísa til ummæla Mörtu. Meðal þeirra sem deilt hafa færslu Hildar er Katrín Atladóttir sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ekki eru það aðeins borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hnýta í Mörtu en það gerir Pawel Bartoszek, borgarfullrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar til að mynda einnig þar sem hann gefur í skin að orðalagið í grein Mörtu sé á lágu plani. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er jafnframt harðorð í garð Mörtu. „Ég vann með bæði Mörtu og Gísla í mörg ár í borginni. Flokkurinn var klofinn þá um uppbyggilega og fallega þróun borgar. Hann er enn klofinn í herðar niður. Þessi grein dæmir Sjálfstæðismenn úr leik,“ skrifar Þorbjörg um leið og hún hvetur Gísla Martein til dáða. Almannatengillinn Friðjón Friðjónson slær á létta strengi á Twitter með því að minna á að „í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslu Friðjóns áfram eru Gísli Marteinn sjálfur auk Rafns Steingrímssonar og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur sem bæði hafa tekið virkan þátt í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna og hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er vert að hafa í huga að í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) April 28, 2021 Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segist vera orðlaus yfir grein Mörtu. „Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma,“ skrifar Magnús meðal annars á Twitter. Ég er orðlaus. Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma. Ég skil ekki hvaða vegferð Marta er á gagnvart Gísla sem á mikið lof skilið fyrir sína vinnu í skipulagsmálum borgarinnar. https://t.co/B86ttpHKYw— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) April 28, 2021 Áslaugu Huldu Jónsdóttur, Sjálfstæðiskonu og formanni bæjarráðs Garðabæjar, finnast ummæli flokkssystur sinnar ekki heldur vera til sóma. Marta hljóti að hafa ruglast. „Við getum verið ósammála og það er hollt að takast á en gerum það málefnalega og sýnum virðingu. Það stækkar enginn með því að reyna að smækka aðra,“ skrifar Áslaug á Facebook. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, tjáir sig einnig um málið og segir Mörtu ganga allt of langt. „Þegar ég les þennan pistil sem Marta Guðjónsdóttir hefur nú skrifað velti ég því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að fulltrúar míns flokks í borgarstjórn ná ekki betri árangri en raun ber vitni sé framkoma af þessu tagi gagnvart þeim sem eru þeim ósammála,“ skrifar Sigurður Kári. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36 Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Meðal þeirra sem tjáð sig hafa um ummæli Mörtu er Hildur Björnsdóttir, flokkssystir hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. „Svívirðingar og uppnefni í opinberri umræðu eru ekki til þess fallin að auka traust og tiltrú á stjórnmálin. Ég hugsa að Sjálfstæðismenn vilji almennt temja sér háttvísi í rökræðulistinni og sanngirni í umræðunni. Vonandi felur framtíð stjórnmálanna í sér uppbyggileg skoðanaskipti og almenna kurteisi í lifandi samkeppni hugmyndanna,“ skrifar Hildur. Ætla má að þar sé hún að vísa til ummæla Mörtu. Meðal þeirra sem deilt hafa færslu Hildar er Katrín Atladóttir sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ekki eru það aðeins borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hnýta í Mörtu en það gerir Pawel Bartoszek, borgarfullrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar til að mynda einnig þar sem hann gefur í skin að orðalagið í grein Mörtu sé á lágu plani. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er jafnframt harðorð í garð Mörtu. „Ég vann með bæði Mörtu og Gísla í mörg ár í borginni. Flokkurinn var klofinn þá um uppbyggilega og fallega þróun borgar. Hann er enn klofinn í herðar niður. Þessi grein dæmir Sjálfstæðismenn úr leik,“ skrifar Þorbjörg um leið og hún hvetur Gísla Martein til dáða. Almannatengillinn Friðjón Friðjónson slær á létta strengi á Twitter með því að minna á að „í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslu Friðjóns áfram eru Gísli Marteinn sjálfur auk Rafns Steingrímssonar og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur sem bæði hafa tekið virkan þátt í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna og hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er vert að hafa í huga að í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) April 28, 2021 Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segist vera orðlaus yfir grein Mörtu. „Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma,“ skrifar Magnús meðal annars á Twitter. Ég er orðlaus. Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma. Ég skil ekki hvaða vegferð Marta er á gagnvart Gísla sem á mikið lof skilið fyrir sína vinnu í skipulagsmálum borgarinnar. https://t.co/B86ttpHKYw— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) April 28, 2021 Áslaugu Huldu Jónsdóttur, Sjálfstæðiskonu og formanni bæjarráðs Garðabæjar, finnast ummæli flokkssystur sinnar ekki heldur vera til sóma. Marta hljóti að hafa ruglast. „Við getum verið ósammála og það er hollt að takast á en gerum það málefnalega og sýnum virðingu. Það stækkar enginn með því að reyna að smækka aðra,“ skrifar Áslaug á Facebook. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, tjáir sig einnig um málið og segir Mörtu ganga allt of langt. „Þegar ég les þennan pistil sem Marta Guðjónsdóttir hefur nú skrifað velti ég því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að fulltrúar míns flokks í borgarstjórn ná ekki betri árangri en raun ber vitni sé framkoma af þessu tagi gagnvart þeim sem eru þeim ósammála,“ skrifar Sigurður Kári.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36 Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36
Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30