Nýliðaval NFL í beinni í kvöld: Verður hárprúði leikstjórnandinn valinn fyrstur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 14:31 Trevor Lawrence gerði flotta hluti hjá Clemson og varð bandarískur háskólameistari með skólanum þar sem hann var aðalmaðurinn. AP/Jeff Siner Í fyrsta sinn verður hægt að sjá nýliðaval NFL-deildarinnar í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Þetta er mikilvægt kvöld fyrir liðin í NFL deildinni því þá fer fram fyrsti dagur nýliðavalsins þar sem lélegustu liðin í deildinni vonast til að finna manninn sem breytir öllu fyrir félagið á næstu árum. Eins og venjan er í bandarísku atvinnumannadeildunum þá fá slökustu liðin í deildinni að velja fyrst. Í NBA deildinni er dregið um röðina þar sem lélegustu liðin hafa bestu líkurnar en í NFL-deildinni þá fer þetta algjörlega eftir árangrinum á leiktíðinni á undan. Það er því Jacksonville Jaguars liðið sem fær að velja fyrst en síðan mun New York Jets velja númer tvö. San Francisco 49ers velur þriðja í röðinni en 49ers liðið fékk þá stöðu í gegnum leikmannaskipti. Atlanta Falcons er númer fjögur og Cincinnati Bengals númer fimm. HAPPY 2021 #NFLDRAFT DAY! pic.twitter.com/min9zifTDk— NFL UK (@NFLUK) April 29, 2021 Bandarískir sérfræðingar eru lengi búnir að velta því fyrir sér hvaða leikmenn verða valdir fyrstir og sá líklegasti til að fara til Jacksonville Jaguars er hárprúði leikstjórnandinn Trevor Lawrence sem spilaði með Clemson skólanum. Trevor Lawrence þykir líklegur til að verða besti leikstjórnandi sinnar kynslóðar og mesta vonarstjarnan í sinni stöðu síðan að Andrew Luck var valinn árið 2012. Trevor Lawrence er bara 21 árs gamall en hann lætur leikinn sinn líta út eins og þetta sé ekkert mál. Það er góð vísbending um snilli manna. Fróðir menn hafa líka verið að tala um sem einstakan leikmann síðan hann var menntaskóla og hann kom inn í háskólaboltann með miklar væntingar en stóðst þær með glæsibrag. For years, we've been tellin' you about @Trevorlawrencee.A generational talent? The face of college football? A franchise QB? Take your pick... Now, we are just 2 4 hours away from witnessing the next step in his journey! : 2021 #NFLDraft - TOMORROW 8PM ET NFLN/ESPN pic.twitter.com/9yxyC5NZEy— Clemson Football (@ClemsonFB) April 29, 2021 Það hefur verið magnað að sjá þennan strák spila með allar þessar væntingar síðan hann var fjórtán ára gamall en sumir hafa lýst uppkomu hans við þeirri hjá körfuboltamanninum LeBron James á sínum tíma. Það þykir nánast öruggt að Jacksonville Jaguars velji leikstjórnanda og velji þá Trevor Lawrence. Það eru aðrir leikstjórnendur sem koma til greina og þá einkum Zach Wilson sem hefur verið líkt við Patrick Mahomes. New York Jets skipti frá sér leikstjórnandanum Sam Darnold á dögunum og er örugglega að fara að taka leikstjórnanda númer tvö í valinu. Leikstjórnandinn Mac Jones frá Alabama gæti farið til San Francisco 49ers en Atlanta Falcons þarf hins vegar ekki leikstjórnanda og gæti valið innherjann Kyle Pitts númer fjögur. Menn eru mjög spenntir fyrir Kyle Pitts og sjá þar fyrir sér stórstjörnu í sinni stöðu. Það verður því mjög spennandi fyrir NFL aðdáendur að sjá hvernig nýliðavalið fer í kvöld og að þessu sinni verður hægt að fylgjast með því í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Þetta er mikilvægt kvöld fyrir liðin í NFL deildinni því þá fer fram fyrsti dagur nýliðavalsins þar sem lélegustu liðin í deildinni vonast til að finna manninn sem breytir öllu fyrir félagið á næstu árum. Eins og venjan er í bandarísku atvinnumannadeildunum þá fá slökustu liðin í deildinni að velja fyrst. Í NBA deildinni er dregið um röðina þar sem lélegustu liðin hafa bestu líkurnar en í NFL-deildinni þá fer þetta algjörlega eftir árangrinum á leiktíðinni á undan. Það er því Jacksonville Jaguars liðið sem fær að velja fyrst en síðan mun New York Jets velja númer tvö. San Francisco 49ers velur þriðja í röðinni en 49ers liðið fékk þá stöðu í gegnum leikmannaskipti. Atlanta Falcons er númer fjögur og Cincinnati Bengals númer fimm. HAPPY 2021 #NFLDRAFT DAY! pic.twitter.com/min9zifTDk— NFL UK (@NFLUK) April 29, 2021 Bandarískir sérfræðingar eru lengi búnir að velta því fyrir sér hvaða leikmenn verða valdir fyrstir og sá líklegasti til að fara til Jacksonville Jaguars er hárprúði leikstjórnandinn Trevor Lawrence sem spilaði með Clemson skólanum. Trevor Lawrence þykir líklegur til að verða besti leikstjórnandi sinnar kynslóðar og mesta vonarstjarnan í sinni stöðu síðan að Andrew Luck var valinn árið 2012. Trevor Lawrence er bara 21 árs gamall en hann lætur leikinn sinn líta út eins og þetta sé ekkert mál. Það er góð vísbending um snilli manna. Fróðir menn hafa líka verið að tala um sem einstakan leikmann síðan hann var menntaskóla og hann kom inn í háskólaboltann með miklar væntingar en stóðst þær með glæsibrag. For years, we've been tellin' you about @Trevorlawrencee.A generational talent? The face of college football? A franchise QB? Take your pick... Now, we are just 2 4 hours away from witnessing the next step in his journey! : 2021 #NFLDraft - TOMORROW 8PM ET NFLN/ESPN pic.twitter.com/9yxyC5NZEy— Clemson Football (@ClemsonFB) April 29, 2021 Það hefur verið magnað að sjá þennan strák spila með allar þessar væntingar síðan hann var fjórtán ára gamall en sumir hafa lýst uppkomu hans við þeirri hjá körfuboltamanninum LeBron James á sínum tíma. Það þykir nánast öruggt að Jacksonville Jaguars velji leikstjórnanda og velji þá Trevor Lawrence. Það eru aðrir leikstjórnendur sem koma til greina og þá einkum Zach Wilson sem hefur verið líkt við Patrick Mahomes. New York Jets skipti frá sér leikstjórnandanum Sam Darnold á dögunum og er örugglega að fara að taka leikstjórnanda númer tvö í valinu. Leikstjórnandinn Mac Jones frá Alabama gæti farið til San Francisco 49ers en Atlanta Falcons þarf hins vegar ekki leikstjórnanda og gæti valið innherjann Kyle Pitts númer fjögur. Menn eru mjög spenntir fyrir Kyle Pitts og sjá þar fyrir sér stórstjörnu í sinni stöðu. Það verður því mjög spennandi fyrir NFL aðdáendur að sjá hvernig nýliðavalið fer í kvöld og að þessu sinni verður hægt að fylgjast með því í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira