Fimm ákærð vegna árásarinnar á aðstoðarmann Lady Gaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 08:24 Lady Gaga bauð hálfrar milljón dala fundarlaun fyrir hundana og konan sem skilaði hundunum og sagðist hafa fundið þá er meðal þeirra fimm sem voru handtekin. EPA/Etienne Laurent Fimm hafa verið handteknin og ákærð vegna árásar á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar og hafa þau verið ákærð fyrir morðtilraun og aðild að morðtilraun. Þrír voru handteknir á þriðjudaginn og eru þeir sakaðir um morðtilraun. Í kjölfarið voru tvö handtekin til viðbótar og ákærðir fyrir aðild að morðtilraun. Fjórir hinna handteknu tilheyra glæpagengi, samkvæmt lögreglunni í Los Angeles. Í frétt CNN segir að þeir fyrstu sem voru handteknir séu á aldrinum átján til 27 og hin tvö séu fjörutíu og fimmtíu ára. Meðal þeirra handteknu er konan sem skilaði hundunum eftir að Lady Gaga bauð fram fundarlaun. Undir lok febrúar var Ryan Fischer, aðstoðarmaður og vinur söngkonunnar, á göngu með þrjá franska bolabíta hennar í Los Angeles þegar ráðist var á hann. Fischer var skotinn í bringuna þegar hann neitaði að láta ræningjana fá hundana, sem heita Koji, Miss Asia og Gustavo. Fischer særðist alvarlega en ekki lífshættulega og ræningjarnir náðu þeim Koji og Gustavo. Sjá einnig: Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Árásin náðist á öryggismyndavél nágranna Fishcer og vakti atvikið gífurlega athygli. Lady Gaga var stödd á Ítalíu við tökur kvikmyndar. Hún bauð fljótt fram hálfrar milljóna dala fundarlaun fyrir hundana tvo. Skömmu seinna skilaði kona þeim, sem sagðist hafa fundið þá. Hún hefur verið tengd föður eins þeirra þriggja sem rændu hundinum og voru þau öll handtekin. Lögreglan segir að ekki sé talið að ræningjarnir hafi vitað að hundarnir væru í eigu Lady Gaga. Þess í stað hafi þeir gert sér grein fyrir því hve verðmæt þessi hundategund væri. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. 27. febrúar 2021 08:01 Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. 26. febrúar 2021 11:21 Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Fjórir hinna handteknu tilheyra glæpagengi, samkvæmt lögreglunni í Los Angeles. Í frétt CNN segir að þeir fyrstu sem voru handteknir séu á aldrinum átján til 27 og hin tvö séu fjörutíu og fimmtíu ára. Meðal þeirra handteknu er konan sem skilaði hundunum eftir að Lady Gaga bauð fram fundarlaun. Undir lok febrúar var Ryan Fischer, aðstoðarmaður og vinur söngkonunnar, á göngu með þrjá franska bolabíta hennar í Los Angeles þegar ráðist var á hann. Fischer var skotinn í bringuna þegar hann neitaði að láta ræningjana fá hundana, sem heita Koji, Miss Asia og Gustavo. Fischer særðist alvarlega en ekki lífshættulega og ræningjarnir náðu þeim Koji og Gustavo. Sjá einnig: Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Árásin náðist á öryggismyndavél nágranna Fishcer og vakti atvikið gífurlega athygli. Lady Gaga var stödd á Ítalíu við tökur kvikmyndar. Hún bauð fljótt fram hálfrar milljóna dala fundarlaun fyrir hundana tvo. Skömmu seinna skilaði kona þeim, sem sagðist hafa fundið þá. Hún hefur verið tengd föður eins þeirra þriggja sem rændu hundinum og voru þau öll handtekin. Lögreglan segir að ekki sé talið að ræningjarnir hafi vitað að hundarnir væru í eigu Lady Gaga. Þess í stað hafi þeir gert sér grein fyrir því hve verðmæt þessi hundategund væri.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. 27. febrúar 2021 08:01 Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. 26. febrúar 2021 11:21 Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. 27. febrúar 2021 08:01
Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. 26. febrúar 2021 11:21
Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06