Fjórtán íbúar í einangrun og bæjarstjórinn í sóttkví Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 09:18 Elliði segir horfur betri en útlit var fyrir. Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn. Í færslu sem Elliði birti á Facebook í gærkvöldi segir hann ánægjulegt að þau 200 sýni sem tekin voru á þriðjudag hafi verið neikvæð. Einn einstaklingur greindist þó í Þorlákshöfn í gær en sá var í sóttkví. Er smitið rakið til hópsmits á vinnustað. Nú um níuleytið verða nemendur og starfsmenn grunnskólans í Þorlákshöfn, sem hafa verið í sóttkví, skimaðir. Öðrum bauðst einnig að bóka sýnatöku en þær fara fram í skólanum. „Við erum öll bjartsýn á að samstaðan og krafturinn sem íbúar hafa, allir sem einn, sýnt verði nú til þess að strax á mánudag getum við tekið upp hefðbundið starf um allan bæ og þar með í okkar mikilvægu stofnunum svo sem grunn- og leikskóla. Vissulega verða einhverjir bæjarbúar, og þar með talið nemendur þó áfram í sóttkví eða einangrun með sínum fjölskyldum,“ segir Elliði. Þá sé hann sjálfur komin í sóttkví. „Það er ef til vill gráglettni örlaganna að eftir okkar samhug í baráttunni hér í Þorlákshöfn þá skuli það vera smit tengt kennslustund hjá henni Berthu minni í FSU á Selfossi sem sendir mig í sóttkvína. Sjálfum þykir mér nú nóg um en ég er hér með búinn að fara í skyldaða sóttkví með öllum í minni fjölskyldu,“ segir reynslumikill Elliði. ÞETTA ER AÐ HAFAST, EN ENN ER OF SNEMMT AÐ HRÓSA SIGRI. Núna á fimmtudagskvöldi er ánægjulegt að segja frá því að öll...Posted by Elliði Vignisson on Thursday, April 29, 2021 Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55 „Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Í færslu sem Elliði birti á Facebook í gærkvöldi segir hann ánægjulegt að þau 200 sýni sem tekin voru á þriðjudag hafi verið neikvæð. Einn einstaklingur greindist þó í Þorlákshöfn í gær en sá var í sóttkví. Er smitið rakið til hópsmits á vinnustað. Nú um níuleytið verða nemendur og starfsmenn grunnskólans í Þorlákshöfn, sem hafa verið í sóttkví, skimaðir. Öðrum bauðst einnig að bóka sýnatöku en þær fara fram í skólanum. „Við erum öll bjartsýn á að samstaðan og krafturinn sem íbúar hafa, allir sem einn, sýnt verði nú til þess að strax á mánudag getum við tekið upp hefðbundið starf um allan bæ og þar með í okkar mikilvægu stofnunum svo sem grunn- og leikskóla. Vissulega verða einhverjir bæjarbúar, og þar með talið nemendur þó áfram í sóttkví eða einangrun með sínum fjölskyldum,“ segir Elliði. Þá sé hann sjálfur komin í sóttkví. „Það er ef til vill gráglettni örlaganna að eftir okkar samhug í baráttunni hér í Þorlákshöfn þá skuli það vera smit tengt kennslustund hjá henni Berthu minni í FSU á Selfossi sem sendir mig í sóttkvína. Sjálfum þykir mér nú nóg um en ég er hér með búinn að fara í skyldaða sóttkví með öllum í minni fjölskyldu,“ segir reynslumikill Elliði. ÞETTA ER AÐ HAFAST, EN ENN ER OF SNEMMT AÐ HRÓSA SIGRI. Núna á fimmtudagskvöldi er ánægjulegt að segja frá því að öll...Posted by Elliði Vignisson on Thursday, April 29, 2021
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55 „Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12
Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55
„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17