Patriots völdu leikstjórnanda í fyrstu umferð í fyrsta sinn í þjálfaratíð Belichick Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 14:00 Mac Jones brosti út að eyrum eftir að New England Patriots valdi hann í nótt. AP/Tony Dejak Bill Belichick er búinn að finna sér nýjan Tom Brady og sá heitir Mac Jones og kemur úr Alabama skólanum. Nýliðaval NFL-deildarinnar fór af stað í nótt en þá fór fyrsta umferð þess fram. Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021 NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira
Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira