Patriots völdu leikstjórnanda í fyrstu umferð í fyrsta sinn í þjálfaratíð Belichick Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 14:00 Mac Jones brosti út að eyrum eftir að New England Patriots valdi hann í nótt. AP/Tony Dejak Bill Belichick er búinn að finna sér nýjan Tom Brady og sá heitir Mac Jones og kemur úr Alabama skólanum. Nýliðaval NFL-deildarinnar fór af stað í nótt en þá fór fyrsta umferð þess fram. Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021 NFL Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021
NFL Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn