Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 23:35 Fjölmargir hafa gert sér ferð í Geldingadali til að bera tignarlegt eldgosið augum. Vísir/vilhelm Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum. Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira