Ókeypis tíðavörur í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2021 13:05 Tíðarvörunar verða ókeypis frá haustinu 2021 í Skagafirði fyrir ungmenni í sveitarfélaglinu. Aðsend Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti. Það var Álfhildur Leifsdóttir, sem situr í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir VG og óháð í minni hlutanum, sem lagði fram tillöguna í byggðarráði og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Já, ég mætti á fund með nokkrum miðaldra karlmönnum í byggðarráði, sem tóku svona ljómandi vel í þetta drengirnir. Þeim þótti þetta bara jafn sjálfsagt og mér. Þetta er mjög gleðilegt en þetta er þó ekki nýtt af nálinni. Tillagan kemur upphaflega frá fulltrúa í ungmennaráði á höfuðborgarsvæðinu, Sögu Maríu Sæþórsdóttur og svo var þetta tekið upp í nokkrum flokkum, meðal annars hjá Vinstri grænum í borginni, höfuðborginni núna í febrúar og samþykkt þar,“ segir Álfhildur. Álfhildur sem er grunnskólakennari á Sauðárkróki segir málefni tíðavara of mikið feimnismál. „Þetta er ekki alltaf tímasett hvenær stúlkur fara á blæðingar. Það getur aukið á kvíða í skólanum þegar þetta gerist fyrirvaralaust og það eru ekki tíðavörur meðferðis.“ Álfhildur segir að kostnaður sveitarfélagsins sé óverulegur vegna málsins, hér sé bara um sjálfsagða þjónustu að ræða. Hún hvetur þau sveitarfélög, sem eru ekki með ókeypis tíðavörur í dag fyrir sín ungmenni að drífa í því að koma því í gegnum stjórnkerfið. En eru unglingsstúlkur í Skagafirði ekki ánægðar með framtak sveitarfélagsins? „Jú, ég hugsa það, þetta verði bara þægilegra fyrir þær, að þetta sé svona sjálfsagt og feimnislaust aðgengi að þessu,“ segir Álfhildur alsæl með tillögu sína, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í byggðarráði. Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem lagði tillöguna fram um fríar tíðavörur fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.Aðsend Skagafjörður Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Það var Álfhildur Leifsdóttir, sem situr í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir VG og óháð í minni hlutanum, sem lagði fram tillöguna í byggðarráði og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Já, ég mætti á fund með nokkrum miðaldra karlmönnum í byggðarráði, sem tóku svona ljómandi vel í þetta drengirnir. Þeim þótti þetta bara jafn sjálfsagt og mér. Þetta er mjög gleðilegt en þetta er þó ekki nýtt af nálinni. Tillagan kemur upphaflega frá fulltrúa í ungmennaráði á höfuðborgarsvæðinu, Sögu Maríu Sæþórsdóttur og svo var þetta tekið upp í nokkrum flokkum, meðal annars hjá Vinstri grænum í borginni, höfuðborginni núna í febrúar og samþykkt þar,“ segir Álfhildur. Álfhildur sem er grunnskólakennari á Sauðárkróki segir málefni tíðavara of mikið feimnismál. „Þetta er ekki alltaf tímasett hvenær stúlkur fara á blæðingar. Það getur aukið á kvíða í skólanum þegar þetta gerist fyrirvaralaust og það eru ekki tíðavörur meðferðis.“ Álfhildur segir að kostnaður sveitarfélagsins sé óverulegur vegna málsins, hér sé bara um sjálfsagða þjónustu að ræða. Hún hvetur þau sveitarfélög, sem eru ekki með ókeypis tíðavörur í dag fyrir sín ungmenni að drífa í því að koma því í gegnum stjórnkerfið. En eru unglingsstúlkur í Skagafirði ekki ánægðar með framtak sveitarfélagsins? „Jú, ég hugsa það, þetta verði bara þægilegra fyrir þær, að þetta sé svona sjálfsagt og feimnislaust aðgengi að þessu,“ segir Álfhildur alsæl með tillögu sína, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í byggðarráði. Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem lagði tillöguna fram um fríar tíðavörur fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.Aðsend
Skagafjörður Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira