Endurmeta stærð hættusvæðis: Óvíst hvað veldur auknum hita og gróðurbruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 13:18 Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan sex í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadala. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í Geldingadölum nú fyrir stundu. Vísir/Vilhelm Gríðarlegur hiti er nú við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu en óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Í ljósi breyttrar virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Þetta heldur áfram. Hvað veldur þessum bruna, það geta verið mismunandi aðstæður og hlutir en við sjáum enga kviku koma upp eða neitt svoleiðis,“ segir Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ljóst sé að sinu eða gróðurbruni sé á svæðinu sem sjáist vel á vefmyndavélum. „Það er spurning hvort að hitinn sé að koma frá hraunjaðrinum eða hvort hann sé að koma með einhverri gjósku úr gígnum, það eru náttúrlega stórir strókar að koma upp öðru hverju, eða hvort það sé einhver hiti neðan frá. Við vitum það ekki,“ segir Elísabet. Þónokkurn reyk leggur frá gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Hún ætlar að ekki sé ráðlagt að vera á ferðinni á því svæði þar sem að reykurinn er stígur upp. „Ég veit ekki hvað almannavarnir hafa ráðlagt en ég held að það sé ekki æskilegt að vera þar í kring. Við höfum náttúrlega séð breytingar á gosinu og verðum bara að búast við því áfram,“ segir Elísabet. Ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó er ekki víst að svo sé. Grannt sé fylgst með stöðunni. Töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt en þessi mynd af gosstróknum er tekin í dag.Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 14:02: Tilkynning var að berast frá Veðurstofu Íslands þar sem segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Í ljósi þessarar breyttu virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Þetta heldur áfram. Hvað veldur þessum bruna, það geta verið mismunandi aðstæður og hlutir en við sjáum enga kviku koma upp eða neitt svoleiðis,“ segir Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ljóst sé að sinu eða gróðurbruni sé á svæðinu sem sjáist vel á vefmyndavélum. „Það er spurning hvort að hitinn sé að koma frá hraunjaðrinum eða hvort hann sé að koma með einhverri gjósku úr gígnum, það eru náttúrlega stórir strókar að koma upp öðru hverju, eða hvort það sé einhver hiti neðan frá. Við vitum það ekki,“ segir Elísabet. Þónokkurn reyk leggur frá gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Hún ætlar að ekki sé ráðlagt að vera á ferðinni á því svæði þar sem að reykurinn er stígur upp. „Ég veit ekki hvað almannavarnir hafa ráðlagt en ég held að það sé ekki æskilegt að vera þar í kring. Við höfum náttúrlega séð breytingar á gosinu og verðum bara að búast við því áfram,“ segir Elísabet. Ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó er ekki víst að svo sé. Grannt sé fylgst með stöðunni. Töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt en þessi mynd af gosstróknum er tekin í dag.Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 14:02: Tilkynning var að berast frá Veðurstofu Íslands þar sem segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Í ljósi þessarar breyttu virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent