Langþreyta þjóðar útskýrð fyrir Heiðrúnu Lind Haukur Viður Alfreðsson skrifar 3. maí 2021 07:30 Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun