Sumar barnsins Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifa 3. maí 2021 10:00 Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram. Það er sérstaklega kærkomið að finna vor í lofti nú þegar margir hafa á undanförnu ári upplifað mikinn kvíða og depurð vegna COVID faraldursins. Börn eru þar ekki undanskilin en strangar reglur um hreinlæti og samskipti við aðra, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldum, sífellt tal um COVID og sóttvarnir, og áhyggjur af námi sínu og námsárangri hefur allt gífurleg áhrif á börn. Að auki eiga ekki öll börn öruggt skjól á heimilum sínum, en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði talsvert á síðastliðnu ári sem og málum á borði barnaverndar. Breskt fagfólk á sviði uppeldis- og fræðslu hafa kallað eftir því að sumarið 2021 verði helgað leik. Það sem börn þurfi mest á að halda núna sé að vera úti, leika sér við önnur börn og verja tíma með fjölskyldum sínum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en ekki að eyða sumrinu í að læra og vinna upp glötuð námstækifæri. Börn þurfa á leik að halda, hann er nauðsynlegur fyrir andlega heilsu þeirra og er undirstaða í námi barna. Í gegnum leik takast þau á við streitu í lífi sínu, efla félagslega færni og sjálfstæði, læra að tala eigin máli og auka líkamlegt, vitsmunalegt og tilfinningalegt þrek sitt. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir. Þær þurfa að taka mið af því að hægt verði að bjóða börnum og fjölskyldum upp á áhyggjulaust og skemmtilegt sumar, með stuðningi við barnafjölskyldur. Þá þurfa fjölskyldur og aðstandendur barna að hafa í huga mikilvægi þess að gefa börnum áhyggjulaust sumar með leik í forgrunni og atvinnurekendur að veita svigrúm til að hægt sé að mæta þeim þörfum. Gleðilegt sumar! Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, foreldri í Hafnarfirði og starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, foreldri á Seltjarnarnesi, bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafræðingur Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í 3. og 4. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Börn og uppeldi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram. Það er sérstaklega kærkomið að finna vor í lofti nú þegar margir hafa á undanförnu ári upplifað mikinn kvíða og depurð vegna COVID faraldursins. Börn eru þar ekki undanskilin en strangar reglur um hreinlæti og samskipti við aðra, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldum, sífellt tal um COVID og sóttvarnir, og áhyggjur af námi sínu og námsárangri hefur allt gífurleg áhrif á börn. Að auki eiga ekki öll börn öruggt skjól á heimilum sínum, en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði talsvert á síðastliðnu ári sem og málum á borði barnaverndar. Breskt fagfólk á sviði uppeldis- og fræðslu hafa kallað eftir því að sumarið 2021 verði helgað leik. Það sem börn þurfi mest á að halda núna sé að vera úti, leika sér við önnur börn og verja tíma með fjölskyldum sínum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en ekki að eyða sumrinu í að læra og vinna upp glötuð námstækifæri. Börn þurfa á leik að halda, hann er nauðsynlegur fyrir andlega heilsu þeirra og er undirstaða í námi barna. Í gegnum leik takast þau á við streitu í lífi sínu, efla félagslega færni og sjálfstæði, læra að tala eigin máli og auka líkamlegt, vitsmunalegt og tilfinningalegt þrek sitt. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir. Þær þurfa að taka mið af því að hægt verði að bjóða börnum og fjölskyldum upp á áhyggjulaust og skemmtilegt sumar, með stuðningi við barnafjölskyldur. Þá þurfa fjölskyldur og aðstandendur barna að hafa í huga mikilvægi þess að gefa börnum áhyggjulaust sumar með leik í forgrunni og atvinnurekendur að veita svigrúm til að hægt sé að mæta þeim þörfum. Gleðilegt sumar! Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, foreldri í Hafnarfirði og starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, foreldri á Seltjarnarnesi, bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafræðingur Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í 3. og 4. sæti.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun