Tom Brady var ekki lengi að breyta Tampa Bay Buccaneers liðinu í sigurvegara því kappinn stýrði liðinu til sigurs í Super Bowl á sínu fyrsta tímabili. Það fylgir ekki bara árangur inn á vellinum þegar maður eins og Brady mætir á svæðið.
Nú er búið að taka saman tölur um hvernig félögum gekk í vörusölu sinni og þar komu í ljós athyglisverðar staðreyndir.
Tom Brady played a huge role on the field for the Tampa Bay Buccaneers in his debut, but his impact was also felt in a record-setting manner in team merchandise sales on Fanatics: https://t.co/zs5kSf2ruo
— 93.7 The Fan (@937theFan) May 4, 2021
Það urðu nefnilega allir vitlausir í Tampa Bay Buccaneers vörur þegar Tom Brady var orðinn leikmaður liðsins.
Tampa Bay var aðeins í 28. sæti yfir vörusölu á tímabilinu á undan en með Brady þá hoppaði félagið upp í efsta sætið. Þetta kom fram hjá Michael Rubin, stjórnarformanni Fanatics.
Það var 1200 prósent meiri sala á Tampa Bay Buccaneers vörum árið 2020 heldur en árið á undan. Þetta er stærsta stökk í sögu Fanatics.
Tampa Bay Buccaneers Merch Sales
— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 3, 2021
2019: 28th overall
2020: 1st overall
Not only was that the single-biggest jump for any team in Fanatics history, but Brady also broke Fanatics' record for most jerseys sold in a single season
The Tom Brady effect is real.
(h/t @JennaLaineESPN) pic.twitter.com/RRM14qc45b
Sala á vörum tengdum Tom Brady sjálfum setti líka nýtt met frá apríl 2020 til mars 2021 en enginn leikmaður hefur selt jafnmikið af vörum í sögu NFL. Brady sló þar ársgamalt met Patrick Mahomes.
Tom Brady hætti hjá New England Patriots eftir tuttugu ár og sex titla. Hann vann sinn sjöunda meistaratitil í febrúar síðastliðnum en enginn leikmaður hefur unnið fleiri og enginn leikstjórnandi hefur unnið fleiri en fjóra.