Friðum refinn: 7 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. maí 2021 10:01 Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Alþingi Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun