Hættusvæðið í kringum gosið stækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:05 Hættusvæði í kringum öflugasta gíginn verður stækkað. vísir/Vilhelm Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað. Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofunni funduðu í morgun um stöðu eldgossins á Reykjanesi. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, á Veðurstofu Íslands segir að stækka þurfi hættusvæðið eftir breytingar sem urðu á gosvirkninni aðfaranótt sunnudags. „Núna einkennist eldgosavirknin af reglulegum kvikustrókum sem ná allt að þrjú hundruð metra hæð,” segir Sara. Samhliða þessu geta hraunmolar sem eru allt að fimmtán sentimetrar að stærð skotist nokkuð langt út frá gígnum. Samkvæmt drögum að nýju hættusvæði er gert ráð fyrir að það verði allt að 650 metrar í kringum öflugasta gíginn, eða gíg númer fimm, þegar vindhraði fer upp í fimmtán metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að hættusvæðið sé nokkuð minna í rólegri vindátt, eða fjögur hundruð metrar. Til stendur að breyta gönguleið við gíginn.vísir/Vilhelm Sara segir ástæðu fyrir fólk til þess að fara varlega þar sem minni hraunmolar geta einnig skotist lengra. Unnið er að því að breyta gönguleiðinni þannig að hún liggi fyrir utan svæðið. „Viðbragðsaðilar sem eru að vinna á svæðinu eru að núna að leggja til að breyta gönguleiðinni þannig að það verði bannað að fara inn á þetta hættusvæði,” segir Sara. Enn sé erfitt að segja til um hvað veldur breyttri virkni en fylgst er með breytingum á kviku og gastegundum. „Við erum að safna gögnum og fara yfir þau en það er enn ekki skýrt eða ljóst af hverju við erum að sjá þessar breytingar,” segir Sara. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofunni funduðu í morgun um stöðu eldgossins á Reykjanesi. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, á Veðurstofu Íslands segir að stækka þurfi hættusvæðið eftir breytingar sem urðu á gosvirkninni aðfaranótt sunnudags. „Núna einkennist eldgosavirknin af reglulegum kvikustrókum sem ná allt að þrjú hundruð metra hæð,” segir Sara. Samhliða þessu geta hraunmolar sem eru allt að fimmtán sentimetrar að stærð skotist nokkuð langt út frá gígnum. Samkvæmt drögum að nýju hættusvæði er gert ráð fyrir að það verði allt að 650 metrar í kringum öflugasta gíginn, eða gíg númer fimm, þegar vindhraði fer upp í fimmtán metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að hættusvæðið sé nokkuð minna í rólegri vindátt, eða fjögur hundruð metrar. Til stendur að breyta gönguleið við gíginn.vísir/Vilhelm Sara segir ástæðu fyrir fólk til þess að fara varlega þar sem minni hraunmolar geta einnig skotist lengra. Unnið er að því að breyta gönguleiðinni þannig að hún liggi fyrir utan svæðið. „Viðbragðsaðilar sem eru að vinna á svæðinu eru að núna að leggja til að breyta gönguleiðinni þannig að það verði bannað að fara inn á þetta hættusvæði,” segir Sara. Enn sé erfitt að segja til um hvað veldur breyttri virkni en fylgst er með breytingum á kviku og gastegundum. „Við erum að safna gögnum og fara yfir þau en það er enn ekki skýrt eða ljóst af hverju við erum að sjá þessar breytingar,” segir Sara.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira