Hættum að refsa fólki fyrir að vinna Kristjana Rut Atladóttir skrifar 5. maí 2021 12:30 Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun