Ölvun og ofsaakstur í aðdraganda banaslyss Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2021 14:31 Frá vettvangi slyssins þann 23. júlí í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í banaslys á Norðausturvegi á Norðurlandi eystra í júlí í fyrra var undir áhrifum áfengis, ekki í bílbelti og ók á allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem ítrekar fyrri ábendingar um ökumenn setjist aldrei undir stýri eftir að hafa neytt áfengis. Það var að kvöldi 23. júlí sem Misubishi Outlander fólksbifreið var ekið á ofsahraða norður Norðausturveg. Rétt sunnan við vegamótin við Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni í mjúkri vinstri beygju með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum hægra megin og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni. Hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Glæfraakstur tilkynntur Engin vitni voru að slysinu en ökumaðurinn hafði skömmu fyrir slysið tekið á mikilli ferð fram úr annarri bifreið. Farþegi í þeirri bifreið tilkynnti glæfraakstur til lögreglunnar skömmu áður en bifreiðin sem hann var í kom að slysinu. Veður var þungbúið og það rigndi þetta kvöld. Bifreiðin var skoðuð eftir slysið. Hún var útbúin hálfslitnum ónegldum vetrarhjólbörðum en ekkert kom fram í skoðun sem gæti skýrt orsök slyssins. Hámarkshraði á veginum er 90 km/klst við bestu aðstæður en hraðaútreikningar rannsóknarnefndar benda til þess að ökuhraðinn hafi verið yfir 160 km/klst rétt fyrir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir ofan hraðan vera eina af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Of margir spenni ekki beltin „Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast,“ segir í skýrslunni. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Sömuleiðis séu vanhöld á notkun öryggisbelta ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni. Samgönguslys Umferðaröryggi Norðurþing Tengdar fréttir Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46 Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Það var að kvöldi 23. júlí sem Misubishi Outlander fólksbifreið var ekið á ofsahraða norður Norðausturveg. Rétt sunnan við vegamótin við Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni í mjúkri vinstri beygju með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum hægra megin og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni. Hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Glæfraakstur tilkynntur Engin vitni voru að slysinu en ökumaðurinn hafði skömmu fyrir slysið tekið á mikilli ferð fram úr annarri bifreið. Farþegi í þeirri bifreið tilkynnti glæfraakstur til lögreglunnar skömmu áður en bifreiðin sem hann var í kom að slysinu. Veður var þungbúið og það rigndi þetta kvöld. Bifreiðin var skoðuð eftir slysið. Hún var útbúin hálfslitnum ónegldum vetrarhjólbörðum en ekkert kom fram í skoðun sem gæti skýrt orsök slyssins. Hámarkshraði á veginum er 90 km/klst við bestu aðstæður en hraðaútreikningar rannsóknarnefndar benda til þess að ökuhraðinn hafi verið yfir 160 km/klst rétt fyrir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir ofan hraðan vera eina af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Of margir spenni ekki beltin „Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast,“ segir í skýrslunni. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Sömuleiðis séu vanhöld á notkun öryggisbelta ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni.
Samgönguslys Umferðaröryggi Norðurþing Tengdar fréttir Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46 Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46
Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44