Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Snorri Másson skrifar 6. maí 2021 12:41 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er einn þeirra sem fékk AstraZeneca. Hann hefur ekkert breytt um lífstíl, en mótefninu fylgir öryggistilfinning. Vísir/Vilhelm Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fjallaði um málið á upplýsingafundi almannavarna í dag. 124 þúsund einstaklingar hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þessi staða breytir engu í daglegu lífi hinna bólusettu, segir Þórólfur, sem vill ekki skipta samfélaginu í tvennt og veita þeim sérréttindi sem hafa fengið sprautu. Vissulega losnar fólk þó við áhættuna á smiti eða alltént alvarlegum veikindum. „Fólk þarf bara að hegða sér eins og það hefur gert. Þetta er ekkert nýr heimur. Fólk þarf að passa sig áfram þar til við erum búin að ná betra samfélagslegu ónæmi og við förum að slaka á,“ segir sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Sjálfur breytti hann engu í hegðun sinni eftir að hann fékk fyrstu sprautuna af AstraZeneca. „Ég er öruggari eftir einn skammt og enn frekar þegar ég hef fengið skammt númer tvö en ég mun þurfa að hegða mér nákvæmlega eins og ég hef gert fram að þessu. Ég ætla ekki að fara að slaka á sóttvarnaráðstöfunum. Síður en svo,“ segir Þórólfur. Aflétta sem víðast Sóttvarnaráðstafanir eiga að taka breytingum innanlands 13. maí, næsta fimmtudag. Þórólfur hefur sagt að þar komi að líkindum til tilslakana ef fjöldi smita næstu daga verður áfram eins óverulegur og verið hefur á allra síðustu dögum. Flest svið samfélagsins fá að starfa um þessar mundir, en með tilslökunum. Þórólfur segir því að þrýstingurinn frá ólíkum hópum um opnun hér og þar hafi verið hlutfallslega lítill frá síðustu afléttingum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt í því undanfarið miðað við oft áður. Ég sé ekki neitt knýjandi hvar afléttingar ættu helst að vera. Það er hvergi lokað, en takmarkanir alls staðar. Ég held að við hljótum að líta til þess að aflétta bara sem víðast, eins og við höfum verið að gera fram að þessu.“ Hæ, hó og jibbí jeí Samkvæmt afléttingaáætlun stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum, á öllum takmörkunum innanlands að vera aflétt í seinni „síðari hluta júní“, enda verði 75% þá komin með alla vega fyrri sprautu. Svo vill til að innan þessa ramma fellur 17. júní, þar sem hefð er fyrir að margir safnist saman. Þórólfur segir þó að ekkert bendi frekar til að þá verði hægt að aflétta einu eða öðru. „Ég hef alltaf sagt að stjórnvöld eru með sína áætlun og ég fagna því. En það er ekki það sem ég er að horfa á, ég er að horfa á stöðuna í faraldrinum og kem með tillögur í samræmi við það. Ég er ekkert endilega sjálfur farinn að hugsa um 17. júní sérstaklega,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35 Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fjallaði um málið á upplýsingafundi almannavarna í dag. 124 þúsund einstaklingar hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þessi staða breytir engu í daglegu lífi hinna bólusettu, segir Þórólfur, sem vill ekki skipta samfélaginu í tvennt og veita þeim sérréttindi sem hafa fengið sprautu. Vissulega losnar fólk þó við áhættuna á smiti eða alltént alvarlegum veikindum. „Fólk þarf bara að hegða sér eins og það hefur gert. Þetta er ekkert nýr heimur. Fólk þarf að passa sig áfram þar til við erum búin að ná betra samfélagslegu ónæmi og við förum að slaka á,“ segir sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Sjálfur breytti hann engu í hegðun sinni eftir að hann fékk fyrstu sprautuna af AstraZeneca. „Ég er öruggari eftir einn skammt og enn frekar þegar ég hef fengið skammt númer tvö en ég mun þurfa að hegða mér nákvæmlega eins og ég hef gert fram að þessu. Ég ætla ekki að fara að slaka á sóttvarnaráðstöfunum. Síður en svo,“ segir Þórólfur. Aflétta sem víðast Sóttvarnaráðstafanir eiga að taka breytingum innanlands 13. maí, næsta fimmtudag. Þórólfur hefur sagt að þar komi að líkindum til tilslakana ef fjöldi smita næstu daga verður áfram eins óverulegur og verið hefur á allra síðustu dögum. Flest svið samfélagsins fá að starfa um þessar mundir, en með tilslökunum. Þórólfur segir því að þrýstingurinn frá ólíkum hópum um opnun hér og þar hafi verið hlutfallslega lítill frá síðustu afléttingum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt í því undanfarið miðað við oft áður. Ég sé ekki neitt knýjandi hvar afléttingar ættu helst að vera. Það er hvergi lokað, en takmarkanir alls staðar. Ég held að við hljótum að líta til þess að aflétta bara sem víðast, eins og við höfum verið að gera fram að þessu.“ Hæ, hó og jibbí jeí Samkvæmt afléttingaáætlun stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum, á öllum takmörkunum innanlands að vera aflétt í seinni „síðari hluta júní“, enda verði 75% þá komin með alla vega fyrri sprautu. Svo vill til að innan þessa ramma fellur 17. júní, þar sem hefð er fyrir að margir safnist saman. Þórólfur segir þó að ekkert bendi frekar til að þá verði hægt að aflétta einu eða öðru. „Ég hef alltaf sagt að stjórnvöld eru með sína áætlun og ég fagna því. En það er ekki það sem ég er að horfa á, ég er að horfa á stöðuna í faraldrinum og kem með tillögur í samræmi við það. Ég er ekkert endilega sjálfur farinn að hugsa um 17. júní sérstaklega,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35 Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47
Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12