Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Snorri Másson skrifar 6. maí 2021 12:41 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er einn þeirra sem fékk AstraZeneca. Hann hefur ekkert breytt um lífstíl, en mótefninu fylgir öryggistilfinning. Vísir/Vilhelm Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fjallaði um málið á upplýsingafundi almannavarna í dag. 124 þúsund einstaklingar hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þessi staða breytir engu í daglegu lífi hinna bólusettu, segir Þórólfur, sem vill ekki skipta samfélaginu í tvennt og veita þeim sérréttindi sem hafa fengið sprautu. Vissulega losnar fólk þó við áhættuna á smiti eða alltént alvarlegum veikindum. „Fólk þarf bara að hegða sér eins og það hefur gert. Þetta er ekkert nýr heimur. Fólk þarf að passa sig áfram þar til við erum búin að ná betra samfélagslegu ónæmi og við förum að slaka á,“ segir sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Sjálfur breytti hann engu í hegðun sinni eftir að hann fékk fyrstu sprautuna af AstraZeneca. „Ég er öruggari eftir einn skammt og enn frekar þegar ég hef fengið skammt númer tvö en ég mun þurfa að hegða mér nákvæmlega eins og ég hef gert fram að þessu. Ég ætla ekki að fara að slaka á sóttvarnaráðstöfunum. Síður en svo,“ segir Þórólfur. Aflétta sem víðast Sóttvarnaráðstafanir eiga að taka breytingum innanlands 13. maí, næsta fimmtudag. Þórólfur hefur sagt að þar komi að líkindum til tilslakana ef fjöldi smita næstu daga verður áfram eins óverulegur og verið hefur á allra síðustu dögum. Flest svið samfélagsins fá að starfa um þessar mundir, en með tilslökunum. Þórólfur segir því að þrýstingurinn frá ólíkum hópum um opnun hér og þar hafi verið hlutfallslega lítill frá síðustu afléttingum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt í því undanfarið miðað við oft áður. Ég sé ekki neitt knýjandi hvar afléttingar ættu helst að vera. Það er hvergi lokað, en takmarkanir alls staðar. Ég held að við hljótum að líta til þess að aflétta bara sem víðast, eins og við höfum verið að gera fram að þessu.“ Hæ, hó og jibbí jeí Samkvæmt afléttingaáætlun stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum, á öllum takmörkunum innanlands að vera aflétt í seinni „síðari hluta júní“, enda verði 75% þá komin með alla vega fyrri sprautu. Svo vill til að innan þessa ramma fellur 17. júní, þar sem hefð er fyrir að margir safnist saman. Þórólfur segir þó að ekkert bendi frekar til að þá verði hægt að aflétta einu eða öðru. „Ég hef alltaf sagt að stjórnvöld eru með sína áætlun og ég fagna því. En það er ekki það sem ég er að horfa á, ég er að horfa á stöðuna í faraldrinum og kem með tillögur í samræmi við það. Ég er ekkert endilega sjálfur farinn að hugsa um 17. júní sérstaklega,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35 Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fjallaði um málið á upplýsingafundi almannavarna í dag. 124 þúsund einstaklingar hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þessi staða breytir engu í daglegu lífi hinna bólusettu, segir Þórólfur, sem vill ekki skipta samfélaginu í tvennt og veita þeim sérréttindi sem hafa fengið sprautu. Vissulega losnar fólk þó við áhættuna á smiti eða alltént alvarlegum veikindum. „Fólk þarf bara að hegða sér eins og það hefur gert. Þetta er ekkert nýr heimur. Fólk þarf að passa sig áfram þar til við erum búin að ná betra samfélagslegu ónæmi og við förum að slaka á,“ segir sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Sjálfur breytti hann engu í hegðun sinni eftir að hann fékk fyrstu sprautuna af AstraZeneca. „Ég er öruggari eftir einn skammt og enn frekar þegar ég hef fengið skammt númer tvö en ég mun þurfa að hegða mér nákvæmlega eins og ég hef gert fram að þessu. Ég ætla ekki að fara að slaka á sóttvarnaráðstöfunum. Síður en svo,“ segir Þórólfur. Aflétta sem víðast Sóttvarnaráðstafanir eiga að taka breytingum innanlands 13. maí, næsta fimmtudag. Þórólfur hefur sagt að þar komi að líkindum til tilslakana ef fjöldi smita næstu daga verður áfram eins óverulegur og verið hefur á allra síðustu dögum. Flest svið samfélagsins fá að starfa um þessar mundir, en með tilslökunum. Þórólfur segir því að þrýstingurinn frá ólíkum hópum um opnun hér og þar hafi verið hlutfallslega lítill frá síðustu afléttingum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt í því undanfarið miðað við oft áður. Ég sé ekki neitt knýjandi hvar afléttingar ættu helst að vera. Það er hvergi lokað, en takmarkanir alls staðar. Ég held að við hljótum að líta til þess að aflétta bara sem víðast, eins og við höfum verið að gera fram að þessu.“ Hæ, hó og jibbí jeí Samkvæmt afléttingaáætlun stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum, á öllum takmörkunum innanlands að vera aflétt í seinni „síðari hluta júní“, enda verði 75% þá komin með alla vega fyrri sprautu. Svo vill til að innan þessa ramma fellur 17. júní, þar sem hefð er fyrir að margir safnist saman. Þórólfur segir þó að ekkert bendi frekar til að þá verði hægt að aflétta einu eða öðru. „Ég hef alltaf sagt að stjórnvöld eru með sína áætlun og ég fagna því. En það er ekki það sem ég er að horfa á, ég er að horfa á stöðuna í faraldrinum og kem með tillögur í samræmi við það. Ég er ekkert endilega sjálfur farinn að hugsa um 17. júní sérstaklega,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35 Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47
Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12