Sjálfstæðisstefnan til varnar einkaframtakinu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:00 Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun