Má bjóða þér afkomubætandi aðgerðir? Daði Már Kristófersson skrifar 7. maí 2021 12:31 Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg. Íhaldssama leiðin Ekki er deilt um að núverandi ríkisstjórn er íhaldssöm. Hún er sáttmáli um óbreytt ástand. Hvernig er dæmigerð íhaldssöm afkomubót? Þær eru af tvennum toga. Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Semsagt 114 loforð um skatta og niðurskurð. Þetta er áhyggjuefni. Misheppnaðar tilraunir til að prenta peninga til að styðja við hallarekstur ríkisins, sem sjá má af erlendri lántöku ríkisins og viljaleysi Seðlabankans til að kaupa ríkisskuldabréf, munu að öllum líkindum leiða til þess að stutt er í að slíkar „afkomubætur“ fari að bitna á almenningi. Frjálslynda leiðin Viðreisn hefur lagt til aðra leið. Að vaxa út úr vandanum. Með kröftugum hagvexti má halda skuldahlutföllum niðri og fjármagna fjármagnskostnað með reglubundnum tekjum. Það krefst hins vegar aðgerða. Tryggja þarf ytri stöðugleika. Um það er nokkur samstaða. Seðlabankinn hefur með inngripum sínum á undanförnum mánuðum sýnt að stjórnendur hans eru á sömu skoðun. Gengisstöðugleiki er forgangsmál. Vandamálið er að krónuna skortir trúverðugleika og langan tíma tekur að byggja hann upp. Viðreisn hefur lagt til að Ísland farið að dæmi Danmerkur og geri samninga við Evrópska seðlabankann um gagnkvæmar gengisvarnir – festi gengi krónunnar gagnvart Evru. Danir hafa haft slíkt fyrirkomulag um áratuga skeið með ágætum árangri. Með því fáist nauðsynlegur trúverðugleiki við stefnu Seðlabankans um stöðugt gengi. Árangurinn yrði meiri fyrirsjáanleiki, stöðugra verðlag og kaupmáttur, minni flótti fjármagns úr hagkerfinu og lægri vextir. Allt þetta mundi hjálpa verulega í að stuðla að vexti og hagsæld. En meira þarf til. Huga þarf að aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðni. Dæmi um slíkt er aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun, einföldun regluverks og stjórnsýslu, fjölbreyttari rekstrarform í veitingu opinberrar þjónustu, styrking innviða, bæði rafrænna og í samgöngum og endurskoðun kerfa sem vernda sérhagsmuni á kostnað hagsmuna almennings, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Þitt er valið. Hvora leiðina vilt þú fara? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg. Íhaldssama leiðin Ekki er deilt um að núverandi ríkisstjórn er íhaldssöm. Hún er sáttmáli um óbreytt ástand. Hvernig er dæmigerð íhaldssöm afkomubót? Þær eru af tvennum toga. Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Semsagt 114 loforð um skatta og niðurskurð. Þetta er áhyggjuefni. Misheppnaðar tilraunir til að prenta peninga til að styðja við hallarekstur ríkisins, sem sjá má af erlendri lántöku ríkisins og viljaleysi Seðlabankans til að kaupa ríkisskuldabréf, munu að öllum líkindum leiða til þess að stutt er í að slíkar „afkomubætur“ fari að bitna á almenningi. Frjálslynda leiðin Viðreisn hefur lagt til aðra leið. Að vaxa út úr vandanum. Með kröftugum hagvexti má halda skuldahlutföllum niðri og fjármagna fjármagnskostnað með reglubundnum tekjum. Það krefst hins vegar aðgerða. Tryggja þarf ytri stöðugleika. Um það er nokkur samstaða. Seðlabankinn hefur með inngripum sínum á undanförnum mánuðum sýnt að stjórnendur hans eru á sömu skoðun. Gengisstöðugleiki er forgangsmál. Vandamálið er að krónuna skortir trúverðugleika og langan tíma tekur að byggja hann upp. Viðreisn hefur lagt til að Ísland farið að dæmi Danmerkur og geri samninga við Evrópska seðlabankann um gagnkvæmar gengisvarnir – festi gengi krónunnar gagnvart Evru. Danir hafa haft slíkt fyrirkomulag um áratuga skeið með ágætum árangri. Með því fáist nauðsynlegur trúverðugleiki við stefnu Seðlabankans um stöðugt gengi. Árangurinn yrði meiri fyrirsjáanleiki, stöðugra verðlag og kaupmáttur, minni flótti fjármagns úr hagkerfinu og lægri vextir. Allt þetta mundi hjálpa verulega í að stuðla að vexti og hagsæld. En meira þarf til. Huga þarf að aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðni. Dæmi um slíkt er aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun, einföldun regluverks og stjórnsýslu, fjölbreyttari rekstrarform í veitingu opinberrar þjónustu, styrking innviða, bæði rafrænna og í samgöngum og endurskoðun kerfa sem vernda sérhagsmuni á kostnað hagsmuna almennings, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Þitt er valið. Hvora leiðina vilt þú fara? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar