Óvíst að Skoski þjóðarflokkurinn tryggi sér meirihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2021 22:50 Nicola Sturgeon fagnar á kosningavöku Skoska þjóðarflokksins. EPA-EFE/ROBERT PERRY Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Eins og staðan er nú hefur flokkurinn tryggt sér 39 af 129 sætum. Frjálslyndir demókratar hafa tryggt sér fjögur sæti, Íhaldsflokkurinn hefur tryggt sér tvö og Verkamannaflokkurinn eitt. Skoski þjóðarflokkurinn tryggði sér bæði þingsæti miðborgar Edinborgar og náði að tryggja sér sæti Ayr sem íhaldsmenn höfðu áður. Þá hefur flokkurinn einnig náð að snúa Austur-Lothian en á síðasta kjörtímabili var þingmaður þess frá Verkamannaflokknum. Hér má sjá stöðuna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn hefur tryggt sér 39 sæti það sem af er, Frjálslyndir demókratar fjögur, Íhaldsflokkurinn tvö og Verkamannaflokkurinn hefur tryggt sér eitt sæti.BBC/skjáskot Enn eiga niðurstöður frá lykilkjördæmum eftir að koma í ljós og kosningasérfræðingar í Skotlandi telja líklegt að stjórnarandstöðuflokkarnir muni tryggja sér einhverja þingmenn þar. Sir John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde háskólann, segir ólíklegt að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta á þinginu en það sé þó ekki útilokað. Hægt er að fylgjast nánar með framvindu kosninganna hér. Sturgeon ávarpaði landsfund Vinstri grænna í dag á myndbandi og sagði hún þar að verði hún endurkjörin sem fyrsti ráðherra Skotlands muni hún viðhalda vináttu Skotlands og Íslands. „Ég er staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar, sambandi á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu einblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings, heilbrigðismál og menntamál. Skotland Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Eins og staðan er nú hefur flokkurinn tryggt sér 39 af 129 sætum. Frjálslyndir demókratar hafa tryggt sér fjögur sæti, Íhaldsflokkurinn hefur tryggt sér tvö og Verkamannaflokkurinn eitt. Skoski þjóðarflokkurinn tryggði sér bæði þingsæti miðborgar Edinborgar og náði að tryggja sér sæti Ayr sem íhaldsmenn höfðu áður. Þá hefur flokkurinn einnig náð að snúa Austur-Lothian en á síðasta kjörtímabili var þingmaður þess frá Verkamannaflokknum. Hér má sjá stöðuna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn hefur tryggt sér 39 sæti það sem af er, Frjálslyndir demókratar fjögur, Íhaldsflokkurinn tvö og Verkamannaflokkurinn hefur tryggt sér eitt sæti.BBC/skjáskot Enn eiga niðurstöður frá lykilkjördæmum eftir að koma í ljós og kosningasérfræðingar í Skotlandi telja líklegt að stjórnarandstöðuflokkarnir muni tryggja sér einhverja þingmenn þar. Sir John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde háskólann, segir ólíklegt að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta á þinginu en það sé þó ekki útilokað. Hægt er að fylgjast nánar með framvindu kosninganna hér. Sturgeon ávarpaði landsfund Vinstri grænna í dag á myndbandi og sagði hún þar að verði hún endurkjörin sem fyrsti ráðherra Skotlands muni hún viðhalda vináttu Skotlands og Íslands. „Ég er staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar, sambandi á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu einblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings, heilbrigðismál og menntamál.
Skotland Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira