Óvíst að Skoski þjóðarflokkurinn tryggi sér meirihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2021 22:50 Nicola Sturgeon fagnar á kosningavöku Skoska þjóðarflokksins. EPA-EFE/ROBERT PERRY Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Eins og staðan er nú hefur flokkurinn tryggt sér 39 af 129 sætum. Frjálslyndir demókratar hafa tryggt sér fjögur sæti, Íhaldsflokkurinn hefur tryggt sér tvö og Verkamannaflokkurinn eitt. Skoski þjóðarflokkurinn tryggði sér bæði þingsæti miðborgar Edinborgar og náði að tryggja sér sæti Ayr sem íhaldsmenn höfðu áður. Þá hefur flokkurinn einnig náð að snúa Austur-Lothian en á síðasta kjörtímabili var þingmaður þess frá Verkamannaflokknum. Hér má sjá stöðuna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn hefur tryggt sér 39 sæti það sem af er, Frjálslyndir demókratar fjögur, Íhaldsflokkurinn tvö og Verkamannaflokkurinn hefur tryggt sér eitt sæti.BBC/skjáskot Enn eiga niðurstöður frá lykilkjördæmum eftir að koma í ljós og kosningasérfræðingar í Skotlandi telja líklegt að stjórnarandstöðuflokkarnir muni tryggja sér einhverja þingmenn þar. Sir John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde háskólann, segir ólíklegt að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta á þinginu en það sé þó ekki útilokað. Hægt er að fylgjast nánar með framvindu kosninganna hér. Sturgeon ávarpaði landsfund Vinstri grænna í dag á myndbandi og sagði hún þar að verði hún endurkjörin sem fyrsti ráðherra Skotlands muni hún viðhalda vináttu Skotlands og Íslands. „Ég er staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar, sambandi á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu einblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings, heilbrigðismál og menntamál. Skotland Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Eins og staðan er nú hefur flokkurinn tryggt sér 39 af 129 sætum. Frjálslyndir demókratar hafa tryggt sér fjögur sæti, Íhaldsflokkurinn hefur tryggt sér tvö og Verkamannaflokkurinn eitt. Skoski þjóðarflokkurinn tryggði sér bæði þingsæti miðborgar Edinborgar og náði að tryggja sér sæti Ayr sem íhaldsmenn höfðu áður. Þá hefur flokkurinn einnig náð að snúa Austur-Lothian en á síðasta kjörtímabili var þingmaður þess frá Verkamannaflokknum. Hér má sjá stöðuna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn hefur tryggt sér 39 sæti það sem af er, Frjálslyndir demókratar fjögur, Íhaldsflokkurinn tvö og Verkamannaflokkurinn hefur tryggt sér eitt sæti.BBC/skjáskot Enn eiga niðurstöður frá lykilkjördæmum eftir að koma í ljós og kosningasérfræðingar í Skotlandi telja líklegt að stjórnarandstöðuflokkarnir muni tryggja sér einhverja þingmenn þar. Sir John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde háskólann, segir ólíklegt að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta á þinginu en það sé þó ekki útilokað. Hægt er að fylgjast nánar með framvindu kosninganna hér. Sturgeon ávarpaði landsfund Vinstri grænna í dag á myndbandi og sagði hún þar að verði hún endurkjörin sem fyrsti ráðherra Skotlands muni hún viðhalda vináttu Skotlands og Íslands. „Ég er staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar, sambandi á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu einblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings, heilbrigðismál og menntamál.
Skotland Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira