Bjarnargreiði í góðri trú Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. maí 2021 14:09 Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu. Ágallar málsins eru meðal annars mikilvæg atriði sem snúa að kostnaði við frumvarpið. Ekki er tekið tillit til þess afleidda kostnaðar sem umsagnaraðilar benda á. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum atriðum. Sambandið hvatti Velferðarnefnd Alþingis sérstaklega til þess að skoða verkefni sem tengjast samræmdri móttöku flóttafólks. Séu þau skoðuð er einsýnt að verkefnin eru verulega vanfjármögnuð. Nú þegar má sjá merki þess að fjármagn hafi skort í samningum sem Félagsmálaráðuneytið gerði við móttökusveitarfélög og svo virðist vera að ekki eigi að bæta þeim (sveitarfélögunum) þau viðbótarútgjöld sem mynduðust vegna aukins álags á skólakerfið og félagsþjónustu. Sambandið bendir einnig á að ekki er tekið tillit til aðkomu heilbrigðiskerfisins. Þetta allt vekur upp spurningar, hvort verið sé að huga að öllum þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar þegar lagt er upp í þessa vegferð. Tekið er fram í frumvarpinu að kostnaðurinn verði 23,7 millj. kr. og það segir sig sjálft að sá kostnaður dekkar á engan hátt allt málefnasviðið sem frumvarpið tekur þó til. Það nægir að nefna möguleika til náms, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, atvinnu og samgöngum. Það er eitt að setja fram stefnu en þá verður líka að vera til innistæða fyrir stefnunni. Það þarf að gera ráð fyrir því að til staðar verði stuðningur og þjónusta. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að mæta fleiri nemendum með mismunandi þarfir, tryggja þarf að kennarar fái faglegan stuðning sem þeim ber. Félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að vera nægjanlega undirbúin svo hún geti staðið við sitt hlutverk og aðgengi að heilbrigðusþjónustu þarf að vera fullnægjandi. Auk þessa er Vinnumálastofnun ætlað stórt hlutverk. Spurningum við öllum þessum vafaatriðum þarf að veita svör. Þingmenn Miðflokksins eru sagðir misskilja tilgang frumvarpsins, því sé aðeins ætlað að samhæfa þjónustu sem veitt er og þess vegna verði kostnaður aðeins bundinn við það. En þá verður að benda á að fleiri virðast misskilja efni frumvarpsins miðað við þær umsagnir sem bárust Velferðarnefnd Alþingis. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu. Ágallar málsins eru meðal annars mikilvæg atriði sem snúa að kostnaði við frumvarpið. Ekki er tekið tillit til þess afleidda kostnaðar sem umsagnaraðilar benda á. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum atriðum. Sambandið hvatti Velferðarnefnd Alþingis sérstaklega til þess að skoða verkefni sem tengjast samræmdri móttöku flóttafólks. Séu þau skoðuð er einsýnt að verkefnin eru verulega vanfjármögnuð. Nú þegar má sjá merki þess að fjármagn hafi skort í samningum sem Félagsmálaráðuneytið gerði við móttökusveitarfélög og svo virðist vera að ekki eigi að bæta þeim (sveitarfélögunum) þau viðbótarútgjöld sem mynduðust vegna aukins álags á skólakerfið og félagsþjónustu. Sambandið bendir einnig á að ekki er tekið tillit til aðkomu heilbrigðiskerfisins. Þetta allt vekur upp spurningar, hvort verið sé að huga að öllum þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar þegar lagt er upp í þessa vegferð. Tekið er fram í frumvarpinu að kostnaðurinn verði 23,7 millj. kr. og það segir sig sjálft að sá kostnaður dekkar á engan hátt allt málefnasviðið sem frumvarpið tekur þó til. Það nægir að nefna möguleika til náms, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, atvinnu og samgöngum. Það er eitt að setja fram stefnu en þá verður líka að vera til innistæða fyrir stefnunni. Það þarf að gera ráð fyrir því að til staðar verði stuðningur og þjónusta. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að mæta fleiri nemendum með mismunandi þarfir, tryggja þarf að kennarar fái faglegan stuðning sem þeim ber. Félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að vera nægjanlega undirbúin svo hún geti staðið við sitt hlutverk og aðgengi að heilbrigðusþjónustu þarf að vera fullnægjandi. Auk þessa er Vinnumálastofnun ætlað stórt hlutverk. Spurningum við öllum þessum vafaatriðum þarf að veita svör. Þingmenn Miðflokksins eru sagðir misskilja tilgang frumvarpsins, því sé aðeins ætlað að samhæfa þjónustu sem veitt er og þess vegna verði kostnaður aðeins bundinn við það. En þá verður að benda á að fleiri virðast misskilja efni frumvarpsins miðað við þær umsagnir sem bárust Velferðarnefnd Alþingis. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun