Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 11:31 Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík gætu þurft aðstoð frá Herði Axel Vilhjálmssyni og félögum í Keflavík í kvöld. Samsett/Vilhelm Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. „Við viljum alls ekki að Njarðvík falli,“ segir Keflvíkingurinn og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem Vísir fékk til að varpa ljósi á ríginn á milli félaganna í Reykjanesbæ. Magnús, sem lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum, segir að Keflvíkingar muni ekki halda aftur af sér á Egilsstöðum í kvöld, þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Höttur þarf að vinna Keflavík til að halda sér uppi, og treysta á að Njarðvík tapi gegn Þór Þorlákshöfn. „Það er mikill misskilningur í gangi með þetta. Það er vissulega mikill rígur á milli liðanna og menn vilja að hinir tapi, en það er bara svo asnalegt og lélegt fyrir körfuboltann ef að Njarðvík fellur. Keflvíkingar eru ekki að fara að mæta, eins og heyrst hefur, með eitthvað unglingaflokkslið á Egilsstaði. Keflavík er bara að fara að gíra sig upp í úrslitakeppni, ætlar að taka Hött og Njarðvík myndi þá halda sér uppi. Það er ekki þannig í Keflavík að hatrið sé það mikill að menn vilji láta Njarðvík falla,“ segir Magnús. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi mörgum í höllina Það er vel mögulegt að í stað þess að Njarðvík falli þá mæti liðið Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Ég held að Keflavík myndi frekar vilja rústa Hött og vona að Njarðvík vinni Þór Þorlákshöfn, svo að Keflavík og Njarðvík mætist í 8-liða úrslitum. Það er mikið skemmtilegra heldur en að gera grín að Njarðvík í 1. deild. Það á ekki við,“ segir Magnús sem segir að ef til þess kæmi að Njarðvík félli þá yrði sérstaklega erfitt að horfa upp á vin sinn Loga Gunnarsson bíta í það súra epli. Njarðvíkingar geta ekki andað rólega fyrr en í fyrsta lagi að leik loknum í kvöld: „Þeir eru í 9. sæti og það er hrikalegt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa að klára þetta tímabil með sæmd og vinna Þór Þorlákshöfn, og ef að Haukar vinna Þór Akureyri þá fáum við Keflavík gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi helst þúsund manns í höllina þannig að það verði almennilegt stuð hér í Reykjanesbæ.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45. Dominos-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Við viljum alls ekki að Njarðvík falli,“ segir Keflvíkingurinn og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem Vísir fékk til að varpa ljósi á ríginn á milli félaganna í Reykjanesbæ. Magnús, sem lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum, segir að Keflvíkingar muni ekki halda aftur af sér á Egilsstöðum í kvöld, þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Höttur þarf að vinna Keflavík til að halda sér uppi, og treysta á að Njarðvík tapi gegn Þór Þorlákshöfn. „Það er mikill misskilningur í gangi með þetta. Það er vissulega mikill rígur á milli liðanna og menn vilja að hinir tapi, en það er bara svo asnalegt og lélegt fyrir körfuboltann ef að Njarðvík fellur. Keflvíkingar eru ekki að fara að mæta, eins og heyrst hefur, með eitthvað unglingaflokkslið á Egilsstaði. Keflavík er bara að fara að gíra sig upp í úrslitakeppni, ætlar að taka Hött og Njarðvík myndi þá halda sér uppi. Það er ekki þannig í Keflavík að hatrið sé það mikill að menn vilji láta Njarðvík falla,“ segir Magnús. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi mörgum í höllina Það er vel mögulegt að í stað þess að Njarðvík falli þá mæti liðið Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Ég held að Keflavík myndi frekar vilja rústa Hött og vona að Njarðvík vinni Þór Þorlákshöfn, svo að Keflavík og Njarðvík mætist í 8-liða úrslitum. Það er mikið skemmtilegra heldur en að gera grín að Njarðvík í 1. deild. Það á ekki við,“ segir Magnús sem segir að ef til þess kæmi að Njarðvík félli þá yrði sérstaklega erfitt að horfa upp á vin sinn Loga Gunnarsson bíta í það súra epli. Njarðvíkingar geta ekki andað rólega fyrr en í fyrsta lagi að leik loknum í kvöld: „Þeir eru í 9. sæti og það er hrikalegt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa að klára þetta tímabil með sæmd og vinna Þór Þorlákshöfn, og ef að Haukar vinna Þór Akureyri þá fáum við Keflavík gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi helst þúsund manns í höllina þannig að það verði almennilegt stuð hér í Reykjanesbæ.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira