Börn fái ranghugmyndir og neikvæðar hugsanir eftir neyslu á Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2021 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. vísir/Sigurjón Um fjögur prósent tólf til sextán ára barna á Íslandi hafa notað efnið Spice eða rúmlega fjögur hundruð börn. Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. Fréttastofa greindi frá því í lok síðustu viku að dæmi séu um að börn niður í 12 ára séu að reykja Spice. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og mörgum sinnum sterkara en kannabis. Varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði merki um að yngri börn væru farin að nota Spice. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Svona síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið aðalefnið hjá krökkunum sem eru að koma til okkar,“ segir Funi. Um sé að ræða fjórtán til átján ára börn. Börnin séu með hugmyndir um að Spice sé saklaust efni og minni á kannabis. Það sé ekki raunin. Um sé að ræða hugbreytandi efni. „Þetta er svona meira í anda sýru eða LSD, þau fá ranghugmyndir, sjá hluti, það er eins og eitthvað sé að skríða á manni og fá alls konar skrítnar hugmyndir,“ segir Funi. Þá séu eftirköstin mjög erfið. „Þau verða mjög þung og döpur og fá neikvæðar hugsanir. Við höfum líka séð talsvert aukið ofbeldi og síðan eru jafnvel uppköst og slíkt þegar þau eru í fráhvörfum,“ segir Funi. Ný rannsókn Rannsóknar-og greiningar sýnir að 3,8 prósent barna í 8., 9., og 10. bekk hafi prófað Spice eða um fjögur hundruð börn. Könnunin var lögð fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Funi segir að það sé auðvelt að fela neysluna í upphafi. Efnið er lyktalaust og ekki er hægt að greina það með hefðbundinni þvagprufu. „Það þarf sérstök Spice próf sem eru mjög viðkvæm, þannig ef efnasamsetningunni er breytt mælist það ekki. Það er tillögulega auðvelt að fela þetta fyrir mömmu og pabba til dæmis,“ segir Funi. Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Þau virðast líka vera talsvert fljót að fara í mikla neyslu á þessu,“ segir Funi. Í kvöldfréttum kom fram að börnin væru um eitt þúsund en hið rétta er að þau eru rúmlega fjögur hundruð. Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í lok síðustu viku að dæmi séu um að börn niður í 12 ára séu að reykja Spice. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og mörgum sinnum sterkara en kannabis. Varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði merki um að yngri börn væru farin að nota Spice. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Svona síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið aðalefnið hjá krökkunum sem eru að koma til okkar,“ segir Funi. Um sé að ræða fjórtán til átján ára börn. Börnin séu með hugmyndir um að Spice sé saklaust efni og minni á kannabis. Það sé ekki raunin. Um sé að ræða hugbreytandi efni. „Þetta er svona meira í anda sýru eða LSD, þau fá ranghugmyndir, sjá hluti, það er eins og eitthvað sé að skríða á manni og fá alls konar skrítnar hugmyndir,“ segir Funi. Þá séu eftirköstin mjög erfið. „Þau verða mjög þung og döpur og fá neikvæðar hugsanir. Við höfum líka séð talsvert aukið ofbeldi og síðan eru jafnvel uppköst og slíkt þegar þau eru í fráhvörfum,“ segir Funi. Ný rannsókn Rannsóknar-og greiningar sýnir að 3,8 prósent barna í 8., 9., og 10. bekk hafi prófað Spice eða um fjögur hundruð börn. Könnunin var lögð fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Funi segir að það sé auðvelt að fela neysluna í upphafi. Efnið er lyktalaust og ekki er hægt að greina það með hefðbundinni þvagprufu. „Það þarf sérstök Spice próf sem eru mjög viðkvæm, þannig ef efnasamsetningunni er breytt mælist það ekki. Það er tillögulega auðvelt að fela þetta fyrir mömmu og pabba til dæmis,“ segir Funi. Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Þau virðast líka vera talsvert fljót að fara í mikla neyslu á þessu,“ segir Funi. Í kvöldfréttum kom fram að börnin væru um eitt þúsund en hið rétta er að þau eru rúmlega fjögur hundruð.
Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent