Í tilkynningu kemur fram að Adela muni meðal annars sinna ráðgjöf og stuðningi við eftirlit Kauphallarinnar sem og við innleiðingu á MiFID II regluverkinu sem er ætlað að auka fjárfestavernd og gagnsæi í viðskiptum á markaði og stefnt er að verði innleitt á árinu.
Þá mun Adela annast lögfræðiráðgjöf í tengslum við innleiðingu á nýjum vörum og þjónustu hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.
Adela lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2016. Þá hefur hún lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Áður en Adela kom til starfa hjá Nasdaq starfaði hún sem lögfræðingur hjá Íslandsbanka,“ segir í tilkynningunni.