Segir Jimmy Kimmell hafa hermt eftir Með Hausverk um helgar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. maí 2021 07:01 Jimmy Kimmel er vinsæll þáttastjórnandi í Bandaríkjunum. Skjáskot Valgeir Magnússon segir að hugmyndin að Jimmy Kimmel þættinum The Man Show, sé tekin frá þættinum Með hausverk um helgar. Hann segir að sá vinsæli þáttur gengi ekki upp í sjónvarpi í dag. Valgeir, betur þekktur sem Valli Sport, er auglýsingagúrú og stjórnarformaður auglýsingastofunnar Pipar TBWA. Hann ræddi þessi tengsl þáttanna á dögunum í hlaðvarpinu Spekingar spjalla. Valli og góðvinur hans, útvarpsmaðurinn Siggi Hlö, voru með sjónvarpsþáttinn Með hausverk um helgar frá 1998 til 2001. Valgeir rifjar upp þegar fyrirtæki í Bandaríkjunum hafði samband við þá félaga á sínum tíma og lýstu yfir áhuga á að kaupa réttinn og gera sambærilegan þátt fyrir bandarískan markað. „Við vorum svo vitlausir á þessum tíma að við fórum á nokkra fundi með þeim og héldum að við værum að lenda í einhverjum rosa jackpot,“ segir Valli. „Þá voru þeir raunar bara að pumpa okkur um formatið og hvað við hefðum skráð mikil réttindi. Að finna upp nýtt format sem er vinsælt í sjónvarpsheiminum er mjög verðmætt. Við vorum í raun til í sama hvaða samning sem er svo framarlega sem nöfnin okkar kæmu aftast í þættinum. Svo kemur allt í einu þáttur í loftið vestanhafs The Man Show sem Jimmy Kimmell stjórnaði. Hann varð raunar mjög frægur fyrir að stjórna þessum þætti. Þar voru stelpur að hoppa á trampólíni þannig að það sást í beran magann á þeim. The Man Show var byggður upp alveg eins og okkar þáttur Með hausverk um helgar og því eftirlíking þáttarins í Bandaríkjunum. Það sem pirraði okkur Sigga mest var að margir héldu að við værum að herma eftir þessum þætti en raunar var það alveg öfugt. Þeir voru að herma eftir okkur," segir Valli meðal annars í viðtalinu. „Fyrirmyndin okkar að þættinum var svolítið bíómyndin Wayne’s World. Við ætluðum upphaflega að nota hann til að auglýsa auglýsingastofuna okkar sem hét Hausverk. Við vorum bara að röfla eitthvað með gömul tónlistarmyndbönd á bak við okkur og með vitleysingahúmor að leiðarljósi. Gísli Rúnar og Laddi voru með í þættinum í upphafi en hættu eftir tvo eða þrjá mánuði. Við Siggi kunnum alveg að ná í tekjur og athygli. Við vorum m.a. með auglýsingar á strætó. Við vorum í loftinu á laugardögum og sunnudögum,“ segir Valli. Siggi Hlö og Valli Sport voru með þættina Með hausverk um helgar í þrjú ár. Valli segir að umfjöllunarefni þáttanna stangist á við gildi samfélagsins í dag.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson Gengi aldrei upp í dag Valli segir að það hafi gengið á ýmsu í þessum þætti og nefnir sem dæmi naktar konur að dansa ofan á þáttastjórnendunum í beinni útsendingu, rasismi og fleira. „Það hringdi eitt sinn í okkur maður sem ætlaði að vera með keppni í súludansi og spurði hvort þær mættu koma og vera í þættinum. Við samþykktum það enda með fjögurra klukkustunda þátt og allt efni þannig séð gott efni. Svo mæta þær á laugardegi og við ákváðum að láta þær dansa fyrir okkur. Svo byrjar showið og þetta var ekkert vægt show. Ég sat og hafði hendurnar áberandi niður með stólnum þannig að sæist að ég væri ekki að koma við manneskjuna sem stóð allsber á höndum beint fyrir framan mig og lét sig svo síga niður þannig að fæturnir á henni lentu sitt hvoru megin á öxlunum á mér. Djásnin á henni þar sem börnin koma út voru beint fyrir framan nefið á mér. Bein útsending og maður hugsaði bara hvað gerist eiginlega næst.“ Valli segir að þeir hafi sogast inn í að vera einhverjir karakterar. „Við nýbyrjaðir með þátt og svaka töffarar. Á sama tíma er Húsið í sléttunni í gangi í endursýningum á Stöð 2 og RÚV var með beina útsendingu frá Man Utd-Liverpool. Það sem gerðist var að það rofnaði gervihnattasamband við stórleikinn í ensku. Það voru víða fermingarveislur í gangi og flestir að horfa á leikinn. Svo þegar sambandið rofnar fór fólk að skipta yfir á Húsið á sléttunni sem var ekki spennandi í augum flestra og þá var skipt yfir á okkur þar sem allsberar konur voru að dansa ofan á tveimur sjónvarpsmönnum. Þátturinn fékk metáhorf. Áhorfið tvöfaldaðist á einni viku. Þarna fengum við ákveðin skilaboð frá markaðnum. Við sogumst inn í það að vera einhver Howard Stern - Jay Leno blanda. Að ögra og vera svolítið dónalegir. En við urðum þar af leiðandi mjög stór þáttur. Þarna byrjaði sem sagt að vera með allsberar konur í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi,“ segir Valli. „Það er svo margt sem var í sjónvarpsþættinum sem stangast á við gildi samfélagsins í dag. Þarna voru til dæmis strippatriði. Það var rasismagrín og alls kyns hlutir sem voru tíðarendi þess tíma en myndu aldrei ganga upp í sjónvarpsþætti í dag. Ég þyrfti þá sem þáttastjórnandi örugglega að flytja burt úr landi. Við hættum áður en samningurinn var á enda. Við vorum komnir í andstöðu við sjálfa okkur. Við vorum orðnir karakterar sem þurftu að haga sér á ákveðinn hátt til að halda vinsældum. En það var ekkert gaman lengur að vera þessir karakterar. Við höfðum glugga til að hætta eftir þrjú ár í loftinu og við nýttum okkur hann til að hætta.“ Þáttinn má heyra á Spotify og áskrifendur geta hlustað í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Sjá meira
Valgeir, betur þekktur sem Valli Sport, er auglýsingagúrú og stjórnarformaður auglýsingastofunnar Pipar TBWA. Hann ræddi þessi tengsl þáttanna á dögunum í hlaðvarpinu Spekingar spjalla. Valli og góðvinur hans, útvarpsmaðurinn Siggi Hlö, voru með sjónvarpsþáttinn Með hausverk um helgar frá 1998 til 2001. Valgeir rifjar upp þegar fyrirtæki í Bandaríkjunum hafði samband við þá félaga á sínum tíma og lýstu yfir áhuga á að kaupa réttinn og gera sambærilegan þátt fyrir bandarískan markað. „Við vorum svo vitlausir á þessum tíma að við fórum á nokkra fundi með þeim og héldum að við værum að lenda í einhverjum rosa jackpot,“ segir Valli. „Þá voru þeir raunar bara að pumpa okkur um formatið og hvað við hefðum skráð mikil réttindi. Að finna upp nýtt format sem er vinsælt í sjónvarpsheiminum er mjög verðmætt. Við vorum í raun til í sama hvaða samning sem er svo framarlega sem nöfnin okkar kæmu aftast í þættinum. Svo kemur allt í einu þáttur í loftið vestanhafs The Man Show sem Jimmy Kimmell stjórnaði. Hann varð raunar mjög frægur fyrir að stjórna þessum þætti. Þar voru stelpur að hoppa á trampólíni þannig að það sást í beran magann á þeim. The Man Show var byggður upp alveg eins og okkar þáttur Með hausverk um helgar og því eftirlíking þáttarins í Bandaríkjunum. Það sem pirraði okkur Sigga mest var að margir héldu að við værum að herma eftir þessum þætti en raunar var það alveg öfugt. Þeir voru að herma eftir okkur," segir Valli meðal annars í viðtalinu. „Fyrirmyndin okkar að þættinum var svolítið bíómyndin Wayne’s World. Við ætluðum upphaflega að nota hann til að auglýsa auglýsingastofuna okkar sem hét Hausverk. Við vorum bara að röfla eitthvað með gömul tónlistarmyndbönd á bak við okkur og með vitleysingahúmor að leiðarljósi. Gísli Rúnar og Laddi voru með í þættinum í upphafi en hættu eftir tvo eða þrjá mánuði. Við Siggi kunnum alveg að ná í tekjur og athygli. Við vorum m.a. með auglýsingar á strætó. Við vorum í loftinu á laugardögum og sunnudögum,“ segir Valli. Siggi Hlö og Valli Sport voru með þættina Með hausverk um helgar í þrjú ár. Valli segir að umfjöllunarefni þáttanna stangist á við gildi samfélagsins í dag.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson Gengi aldrei upp í dag Valli segir að það hafi gengið á ýmsu í þessum þætti og nefnir sem dæmi naktar konur að dansa ofan á þáttastjórnendunum í beinni útsendingu, rasismi og fleira. „Það hringdi eitt sinn í okkur maður sem ætlaði að vera með keppni í súludansi og spurði hvort þær mættu koma og vera í þættinum. Við samþykktum það enda með fjögurra klukkustunda þátt og allt efni þannig séð gott efni. Svo mæta þær á laugardegi og við ákváðum að láta þær dansa fyrir okkur. Svo byrjar showið og þetta var ekkert vægt show. Ég sat og hafði hendurnar áberandi niður með stólnum þannig að sæist að ég væri ekki að koma við manneskjuna sem stóð allsber á höndum beint fyrir framan mig og lét sig svo síga niður þannig að fæturnir á henni lentu sitt hvoru megin á öxlunum á mér. Djásnin á henni þar sem börnin koma út voru beint fyrir framan nefið á mér. Bein útsending og maður hugsaði bara hvað gerist eiginlega næst.“ Valli segir að þeir hafi sogast inn í að vera einhverjir karakterar. „Við nýbyrjaðir með þátt og svaka töffarar. Á sama tíma er Húsið í sléttunni í gangi í endursýningum á Stöð 2 og RÚV var með beina útsendingu frá Man Utd-Liverpool. Það sem gerðist var að það rofnaði gervihnattasamband við stórleikinn í ensku. Það voru víða fermingarveislur í gangi og flestir að horfa á leikinn. Svo þegar sambandið rofnar fór fólk að skipta yfir á Húsið á sléttunni sem var ekki spennandi í augum flestra og þá var skipt yfir á okkur þar sem allsberar konur voru að dansa ofan á tveimur sjónvarpsmönnum. Þátturinn fékk metáhorf. Áhorfið tvöfaldaðist á einni viku. Þarna fengum við ákveðin skilaboð frá markaðnum. Við sogumst inn í það að vera einhver Howard Stern - Jay Leno blanda. Að ögra og vera svolítið dónalegir. En við urðum þar af leiðandi mjög stór þáttur. Þarna byrjaði sem sagt að vera með allsberar konur í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi,“ segir Valli. „Það er svo margt sem var í sjónvarpsþættinum sem stangast á við gildi samfélagsins í dag. Þarna voru til dæmis strippatriði. Það var rasismagrín og alls kyns hlutir sem voru tíðarendi þess tíma en myndu aldrei ganga upp í sjónvarpsþætti í dag. Ég þyrfti þá sem þáttastjórnandi örugglega að flytja burt úr landi. Við hættum áður en samningurinn var á enda. Við vorum komnir í andstöðu við sjálfa okkur. Við vorum orðnir karakterar sem þurftu að haga sér á ákveðinn hátt til að halda vinsældum. En það var ekkert gaman lengur að vera þessir karakterar. Við höfðum glugga til að hætta eftir þrjú ár í loftinu og við nýttum okkur hann til að hætta.“ Þáttinn má heyra á Spotify og áskrifendur geta hlustað í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Sjá meira