Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 10:45 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á heimavelli Porto í Portúgal. Octavio Passos/Getty Images Rétt í þessu var staðfest að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu mun ekki fara fram í Istanbúl í Tyrklandi eins og stóð til heldur verður hann spilaður í Portúgal. Vegna fjölda kórónuveirusmita í Tyrklandi hefur verið ákveðið að ekki sé öruggt að leikur Manchester City og Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fari þar fram. Leikurinn hefur verið færður til Portúgal sem er á græna lista Englands svo stuðningsfólk beggja liða getur ferðast á leikinn án þess að þurfa að fara í sóttkví við heimkomuna. Þetta er annað árið í röð sem úrslitaleikur keppninnar fer fram í Portúgal. „Að leyfa ekki stuðningsfólki að sjá leikinn í persónu var eitthvað sem við gátum ekki samþykkt. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA. OFFICIAL: The Champions League final has been moved from Istanbul to Porto on May 29 pic.twitter.com/IurpPKaSoP— B/R Football (@brfootball) May 13, 2021 Leikurinn fer fram á Estádio do Dragão, heimavelli Porto, og verður 12 þúsund manns hleypt inn á völlinn. Manchester City og Chelsea fá sex þúsund miða hvort. UEFA, breska ríkisstjórnin og enska knattspyrnusambandið hittust til að ræða hvort hægt væri að spila leikinn á Wembley í Lundúnum en tókst ekki að koma sér saman varðandi undanþágur frá sóttkví fyrir styrktaraðila og þá sem koma að leiknum. Leikurinn fer fram þann 29. maí næstkomandi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttin hefur verið uppfærð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Portúgal Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Vegna fjölda kórónuveirusmita í Tyrklandi hefur verið ákveðið að ekki sé öruggt að leikur Manchester City og Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fari þar fram. Leikurinn hefur verið færður til Portúgal sem er á græna lista Englands svo stuðningsfólk beggja liða getur ferðast á leikinn án þess að þurfa að fara í sóttkví við heimkomuna. Þetta er annað árið í röð sem úrslitaleikur keppninnar fer fram í Portúgal. „Að leyfa ekki stuðningsfólki að sjá leikinn í persónu var eitthvað sem við gátum ekki samþykkt. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA. OFFICIAL: The Champions League final has been moved from Istanbul to Porto on May 29 pic.twitter.com/IurpPKaSoP— B/R Football (@brfootball) May 13, 2021 Leikurinn fer fram á Estádio do Dragão, heimavelli Porto, og verður 12 þúsund manns hleypt inn á völlinn. Manchester City og Chelsea fá sex þúsund miða hvort. UEFA, breska ríkisstjórnin og enska knattspyrnusambandið hittust til að ræða hvort hægt væri að spila leikinn á Wembley í Lundúnum en tókst ekki að koma sér saman varðandi undanþágur frá sóttkví fyrir styrktaraðila og þá sem koma að leiknum. Leikurinn fer fram þann 29. maí næstkomandi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttin hefur verið uppfærð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Portúgal Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira