Svar til Valgerðar – Tölum frekar um pólitíkina fyrir ofan pólitíkina Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 10:00 Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar