Natan flutti lagið Back to Black sem Amy Winehouse gerði fyrst garðinn frægan með fyrir tæpum fimmtán árum og var honum hrósað af dómurunum fyrir djarft lagaval.
Áhorfendur réðu miklu um það hvaða keppendur fóru áfram og gátu Íslendingar og aðrir utan Noregs kosið keppendur á vef sjónvarpsstöðvarinnar TV2.
Tveir keppendur féllu úr leik í kvöld og fóru þeir sex stigahæstu áfram í undanúrslitaþáttinn sem verður í beinni útsendingu þann 21. maí.
Horfa má á glæsilegan flutning Natans hér á vef TV2.