Skólahaldi var aflýst í viku og leikskólanum lokað með undantekningu fyrir börn þeirra sem eru í forgangshópi. Þá var lokaprófum fjölbrautaskóla Norðurlands vestra breytt í fjarpróf, auk þess sem heimavist skólans var rýmd. Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum var lokað og íþróttaæfingar barna og íþróttaleikir voru óheimilir.
„Aðgerðastjórnin telur að með þeim aðgerðum sem að gripið var til, hafi tekist að ná tökum á hópsmitinu. Engin smit hafa greinst utan sóttkvíar í síðastliðinni viku,“ segir í tilkynningu þar sem Íbúum, fyrirtækjum og stofnunum er þakkað fyrir samstöðu og samheldni í verkefninu.
„Aðgerðastjórnin vill ítreka að íbúar gæti að sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum og mæti alls ekki til vinnu eða á aðra þá staði hvar fólk kemur saman sé það með einhver einkenni, heldur panti tíma í skimun á heilsuvera.is eða hafi samband við Heilbrigðisstofnun Norðurlands.“