„Alveg fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 14:00 Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara. Formaður nefndar um hæfni dómara vísar á bug gagnrýni þess efnis að klíkuskapur ráði við val nefndarinnar á dómurum. Hann kveður gagnrýnina ómaklega og segir hana nær eingöngu komna frá einum manni. Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“ Dómstólar Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“
Dómstólar Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira