Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 16:46 Sigurður lýsti meiðslum sínum í færslu á dögunum. @siggiworld Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar. Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar.
Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira