Sýndu Palestínu stuðning í bikarfögnuðinum á Wembley Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2021 08:00 Hamza Choudhury með palestínska fánann á Wembley á laugardaginn. Getty/Marc Atkins Þegar Hamza Choudhury og Wesley Fofana gengu um Wembley-leikvanginn á laugardaginn, sem nýkrýndir bikarmeistarar í enskum fótbolta með liði Leicester, héldu þeir fána Palestínu á lofti. Choudhury, sem er enskur miðjumaður, og franski varnarmaðurinn Fofana ákváðu að sýna Palestínumönnum stuðning líkt og tugþúsundir manna gerðu víða í borgum Evrópu í gær. Talið er að 197 manns hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga, þar af 58 börn. Choudhury bar palestínska fánann á herðum sér þegar hann tók við gullverðlaunum sínum á laugardaginn, eftir 1-0 sigur Leicester á Chelsea. Þeir Fofana héldu einnig á fánanum þegar liðið gekk sigurhring um Wembley eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hamza Choudhury and Wesley Fofana hold up Palestine flag during FA Cup celebrations https://t.co/hx5tAtw2An pic.twitter.com/oEcwU38vdP— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2021 Fleiri knattspyrnumenn hafa látið sig blóðbaðið á Gasasvæðinu varða og sýnt Palestínumönnum stuðning. Egyptinn Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, gerði það á samfélagsmiðlinum Twitter í síðustu viku. my heart and my soul and my support for you Palestine pic.twitter.com/ywrpPk5Xmf— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 10, 2021 Sky Sports fékk það staðfest frá Arsenal að félagið hefði rætt við Elneny vegna skrifa hans, eftir að kaffiframleiðandinn Lavazza, einn af bakhjörlum Arsenal, lýsti yfir áhyggjum af þeim. Félagið tók þó fram að allir starfsmenn Arsenal hefðu rétt á að tjá sínar skoðanir á eigin samfélagsmiðlum en að talið hefði verið rétt að útskýra fyrir Elneny hverjar afleiðingar skrifa hans gætu orðið. Enski boltinn Palestína Tengdar fréttir Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Choudhury, sem er enskur miðjumaður, og franski varnarmaðurinn Fofana ákváðu að sýna Palestínumönnum stuðning líkt og tugþúsundir manna gerðu víða í borgum Evrópu í gær. Talið er að 197 manns hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga, þar af 58 börn. Choudhury bar palestínska fánann á herðum sér þegar hann tók við gullverðlaunum sínum á laugardaginn, eftir 1-0 sigur Leicester á Chelsea. Þeir Fofana héldu einnig á fánanum þegar liðið gekk sigurhring um Wembley eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hamza Choudhury and Wesley Fofana hold up Palestine flag during FA Cup celebrations https://t.co/hx5tAtw2An pic.twitter.com/oEcwU38vdP— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2021 Fleiri knattspyrnumenn hafa látið sig blóðbaðið á Gasasvæðinu varða og sýnt Palestínumönnum stuðning. Egyptinn Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, gerði það á samfélagsmiðlinum Twitter í síðustu viku. my heart and my soul and my support for you Palestine pic.twitter.com/ywrpPk5Xmf— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 10, 2021 Sky Sports fékk það staðfest frá Arsenal að félagið hefði rætt við Elneny vegna skrifa hans, eftir að kaffiframleiðandinn Lavazza, einn af bakhjörlum Arsenal, lýsti yfir áhyggjum af þeim. Félagið tók þó fram að allir starfsmenn Arsenal hefðu rétt á að tjá sínar skoðanir á eigin samfélagsmiðlum en að talið hefði verið rétt að útskýra fyrir Elneny hverjar afleiðingar skrifa hans gætu orðið.
Enski boltinn Palestína Tengdar fréttir Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00
Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10