Þættirnir Skítamix eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum og í þeim fer Halldór Halldórsson, Dóri DNA, heim til þekktra Íslendinga sem þurfa að ráðast í framkvæmdir á heimilinu.
Dóri var stundum í töluverðum vandræðum með parketlögnina en svo kom allt í einu í ljós að myndatökumaðurinn var með sveinspróf í smíðum. Það var því nokkuð spaugilegt atriði þegar hann gat reddað málunum með því að fara af vélinni og aðstoða Halldór.