Stór skref strax: Svona bætum við réttarstöðu þolenda Jóhann Páll Jóhannsson og Heiða Björg Hilmisdóttir skrifa 18. maí 2021 09:00 MeToo-byltingin hefur valdið stórkostlegri hugarfarsbreytingu en það er stjórnmálafólks að fylgja byltingunni eftir með stórum ákvörðunum: áþreifanlegum breytingum á umgjörð og leikreglum samfélagsins í þágu þolenda. Það er ekki nóg að segjast styðja þolendur; kjörnir fulltrúar verða líka að hafa pólitískan metnað til að skapa þolendavænna samfélag og bæta réttarstöðu þeirra sem brotið er á. Eftirfarandi eru sjö aðgerðir sem við í Samfylkingunni óskum eftir umboði kjósenda til að hrinda í framkvæmd á næsta kjörtímabili. 1. Breytum lögum um meðferð sakamála þannig að þau sem kæra kynferðisbrot eða ofbeldi í nánum samböndum fái aðild að sakamálinu eða flest þau réttindi sem felast í málsaðild. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki orðið við ákallinu um slíka réttarbót. Auðvitað eiga þolendur og réttargæslumenn þeirra að geta fylgst með réttarhöldum yfir geranda, lagt fram viðbótarsönnunargögn, spurt ákærða og vitni viðbótarspurninga og loks haft heimild til áfrýjunar. Slík réttindi eru tryggð í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og þannig eigum við að hafa það á Íslandi. 2. Rýmkum gjafsóknarreglur svo þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis geti einnig sótt rétt sinn í einkamáli án þess að taka á sig fjárhagsáhættu og gerum ríkissjóð ábyrgan fyrir dæmdum bótum í einkamálum gegn gerendum með sams konar hætti og kveðið er á um í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. 3. Ráðumst í skipulegt átak til að tryggja að lögregla hafi nægan mannafla til að rannsaka kynferðis- og heimilisofbeldismál vel og málin fái skjótari málsmeðferð í réttarkerfinu. Í tilvikum þar sem sakborningur fær refsilækkun vegna tafa hjá ákæruvaldi eða dómstólum ætti brotaþoli jafnframt að fá hærri bætur sem að hluta greiðist úr ríkissjóði. 4. Tryggjum brotaþolum langtíma stuðning og öryggi meðan mál eru til rannsóknar og tryggjum að starfandi séu þolendamiðstöðvar um allt land með auknum fjárframlögum. Stuðningur við brotaþola er mikilvægt samfélagslegt verkefni. Tökum sérstaklega utan um fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna, heimilislaust fólk, transfólk og jaðarsetta hópa sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi. 5. Ráðumst í endurskoðun á lagaumhverfi og stjórnsýslu barnaverndar- og umgengnismála til að tryggja að börn njóti raunverulega vafans þegar uppi er rökstuddur grunur um ofbeldi á heimili. Ekkert barn á að vera þvingað til umgengni við foreldri sem hefur verið dæmt fyrir eða er grunað um ofbeldi gegn því. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skerpti á vernd barna gegn ofbeldi með breytingum á barnalögum árið 2012 en síðan hefur lítið hreyfst í þessum efnum. Tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. 6. Tryggjum fólki aukinn rétt til launaðs leyfis í kjölfar heimilsofbeldis eins og lög í Nýja Sjálandi heimila án þess að gengið sé á önnur réttindi, almennt veikindafrí og orlof. 7. Stofnum Ofbeldisvarnarráð Íslands með bolmagn til að vinna markvisst að forvörnum og fræðslu gegn ofbeldi í samvinnu við sveitarfélög um allt land, lögreglu og grasrótarhreyfingar. Starfsemi Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar hefur gefist vel og við þurfum sams konar starf um allt land. Jafnframt þarf að rýmka lagaheimildir til miðlunar upplýsinga um heimilisofbeldismál milli félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, skóla og lögregluembætta. Umbæturnar sem hér hefur verið lýst taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar og eru í senn raunhæfar og róttækar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist hafa afhent Sjálfstæðisflokknum neitunarvald í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum, en við í Samfylkingunni vonumst eftir afgerandi pólitísku umboði í haust til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd og stórbæta þannig stöðu þolenda á Íslandi. Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Jóhann Páll Jóhannsson er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Kynferðisofbeldi Jóhann Páll Jóhannsson Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
MeToo-byltingin hefur valdið stórkostlegri hugarfarsbreytingu en það er stjórnmálafólks að fylgja byltingunni eftir með stórum ákvörðunum: áþreifanlegum breytingum á umgjörð og leikreglum samfélagsins í þágu þolenda. Það er ekki nóg að segjast styðja þolendur; kjörnir fulltrúar verða líka að hafa pólitískan metnað til að skapa þolendavænna samfélag og bæta réttarstöðu þeirra sem brotið er á. Eftirfarandi eru sjö aðgerðir sem við í Samfylkingunni óskum eftir umboði kjósenda til að hrinda í framkvæmd á næsta kjörtímabili. 1. Breytum lögum um meðferð sakamála þannig að þau sem kæra kynferðisbrot eða ofbeldi í nánum samböndum fái aðild að sakamálinu eða flest þau réttindi sem felast í málsaðild. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki orðið við ákallinu um slíka réttarbót. Auðvitað eiga þolendur og réttargæslumenn þeirra að geta fylgst með réttarhöldum yfir geranda, lagt fram viðbótarsönnunargögn, spurt ákærða og vitni viðbótarspurninga og loks haft heimild til áfrýjunar. Slík réttindi eru tryggð í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og þannig eigum við að hafa það á Íslandi. 2. Rýmkum gjafsóknarreglur svo þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis geti einnig sótt rétt sinn í einkamáli án þess að taka á sig fjárhagsáhættu og gerum ríkissjóð ábyrgan fyrir dæmdum bótum í einkamálum gegn gerendum með sams konar hætti og kveðið er á um í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. 3. Ráðumst í skipulegt átak til að tryggja að lögregla hafi nægan mannafla til að rannsaka kynferðis- og heimilisofbeldismál vel og málin fái skjótari málsmeðferð í réttarkerfinu. Í tilvikum þar sem sakborningur fær refsilækkun vegna tafa hjá ákæruvaldi eða dómstólum ætti brotaþoli jafnframt að fá hærri bætur sem að hluta greiðist úr ríkissjóði. 4. Tryggjum brotaþolum langtíma stuðning og öryggi meðan mál eru til rannsóknar og tryggjum að starfandi séu þolendamiðstöðvar um allt land með auknum fjárframlögum. Stuðningur við brotaþola er mikilvægt samfélagslegt verkefni. Tökum sérstaklega utan um fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna, heimilislaust fólk, transfólk og jaðarsetta hópa sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi. 5. Ráðumst í endurskoðun á lagaumhverfi og stjórnsýslu barnaverndar- og umgengnismála til að tryggja að börn njóti raunverulega vafans þegar uppi er rökstuddur grunur um ofbeldi á heimili. Ekkert barn á að vera þvingað til umgengni við foreldri sem hefur verið dæmt fyrir eða er grunað um ofbeldi gegn því. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skerpti á vernd barna gegn ofbeldi með breytingum á barnalögum árið 2012 en síðan hefur lítið hreyfst í þessum efnum. Tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. 6. Tryggjum fólki aukinn rétt til launaðs leyfis í kjölfar heimilsofbeldis eins og lög í Nýja Sjálandi heimila án þess að gengið sé á önnur réttindi, almennt veikindafrí og orlof. 7. Stofnum Ofbeldisvarnarráð Íslands með bolmagn til að vinna markvisst að forvörnum og fræðslu gegn ofbeldi í samvinnu við sveitarfélög um allt land, lögreglu og grasrótarhreyfingar. Starfsemi Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar hefur gefist vel og við þurfum sams konar starf um allt land. Jafnframt þarf að rýmka lagaheimildir til miðlunar upplýsinga um heimilisofbeldismál milli félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, skóla og lögregluembætta. Umbæturnar sem hér hefur verið lýst taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar og eru í senn raunhæfar og róttækar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist hafa afhent Sjálfstæðisflokknum neitunarvald í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum, en við í Samfylkingunni vonumst eftir afgerandi pólitísku umboði í haust til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd og stórbæta þannig stöðu þolenda á Íslandi. Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Jóhann Páll Jóhannsson er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar